Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 140
134
HALLDÓR GUÐJÓNSSON
SKIRNIR
vestrænna manna sem á uppsprettu sína í andstöðu við ríkjandi
samfélagsskipan og óbeit á ofríki heildarinnar við einstaklinginn.
Slík einstaklingshyggja viðurkennir tilvist heildarinnar og samfé-
lagsins í andstöðunni og óbeitinni. Hin frumspekilega einstakl-
ingshyggja sér ekki samfélagið og veit ekki af skyldum við það eða
lögmálum sem lífvænleg samfélög hljóta að lúta. Á sama hátt má
lesa í ritin það sem kalla mætti frumspekilegt stjórnleysi til aðgrein-
ingar frá stjórnleysi sem afstöðu í stjórnmálum.
Hér að framan hefur verið reynt að rekja einkenni menningar-
arfsins. Einstöku sinnum hefur þó verið vikið að neikvæðum ein-
kennum, þannig að staðhæft er að arfurinn hafi ekki þessa eða hina
eiginleikana. Þegar horft er til hinnar upphaflegu fyrirætlunar, að
skoða grunn stjórnmálaskyldunnar með Islendingum, eru slíkar
neikvæðar einkenningar engu lítilsverðari en hinar. Við hljótum að
sjá hin neikvæðu einkenni, vegna þess að í hversdagslegri menn-
ingu okkar eru þræðir sem ekki er að finna í menningararfinum og
verða því ekki raktir þangað. Þessi einkenni gefa þá til kynna í
hverju stjórnmálaskyldu okkar er áfátt. Þau ráðast að vonum af
leyndum eða ljósum samanburði við menningu annarra þjóða eða
samfélaga, þar sem það er einmitt menningararfurinn sem greinir
okkur frá þeim.
Málhreinsun og málvöndun takmarka auðvitað þróun málsins
eins og að er stefnt og allt gott er um það að segja út af fyrir sig. En
málið er ekki bara út af fyrir sig. Með hreinsun og vöndun sem
miða við fornritin, fylgja takmarkanir í stíl, mælskulist, efnistök-
um og efnisvali í öllum umræðum og skrifum. Andspænis fyrir-
myndum fornritanna hafa nýjungar eins og greining, rökræða,
hvatning, bænir eða boðun átt svo erfitt uppdráttar, að á grunni
þeirra hefur ekki skapast hefð sem nú mætti byggja á eða vísa til
þegar mikið liggur við. Þannig eigum við enga hefð um ritgerða-
smíð eða málefnadeilur, enda er það gjarnan einkenni íslenskrar
umræðu að hún verður að deilum milli manna og að röksemdir
beinist að mönnum. Við eigum heldur varla fyrirmyndir að hreinu
skáldlegu hugarflugi, fantasíu. Hlutlægi og hlutleysi fyrirmynd-
anna valda því nánast að málið sem slíkt er ekki heimur út af fyrir
sig, heldur rennur það saman við raunveruleikann. Allt þetta gerir
bókmenntir okkar og alla umræðu miklu óþjálli og fátækari en vera