Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 142
136
HALLDÓR GUÐJÓNSSON
SKÍRNIR
um enn ekki uppgötvað respublica, ef til vill vegna þess að við höf-
um við þúsundárastökkið stokkið bæði yfir kristnina og hinn
sómakæra og upplýsta konungdóm sem af henni var sprottinn. Þar
með höfum við glatað þeim einu allsherjar viðmiðum utan hvers-
dagslegrar lífsbaráttu og utan baráttu einstaklinga, sem við höfum
nokkurn tímann átt kost á.
Aherslan á afrek fortíðarinnar, sem fólgin eru í hetjudáðum ein-
staklinga, hefur einnig verið færð yfir á samfélagið í heild. Við ein-
kennum okkur sem þjóð með því að segja að við eigum saman afrek
forfeðra okkar. Það fylgir þessu, að við viljum sem þjóð halda
áfram að miða tilveru okkar við afrek og árangur einstaklinga og
hróður sem samfélaginu má hljótast af slíku. Þannig blasir við að
þjóðin sjálf, allur almenningur í landinu, eigi að vinna saman að því
að varðveita menningararfinn og móta grundvöll að nýjum afrek-
um. Einmitt þetta kallar nú á samstöðu og sameiginlega stjórn sem
greinilega skiluðu okkur áður farsælum árangri í sjálfstæðisbarátt-
unni. Það er af þessum ástæðum sem það hvarflar að manni að setja
mætti þá markmiðsgrein í stjórnarskrána, að íslenska ríkið sé til
þess að varðveita og efla íslenska menningu. Á grunni slíkra mark-
miða og í hendi hetjulegra foringja mætti efla með okkur lögreglu-
ríki.
En þessi hugsun er greinilega fáránleg. Samfélög eða ríki eru ekki
þannig gripir, að þau hafi markmið eða tilgang af þessu tagi. Þar
með er fallinn sá grunnur stjórnmálaskyldunnar sem við höfum
talið okkur hafa. Stjórnmálaskyldan verður ekki reist á menningar-
arfinum, né heldur á neinum staðreyndum öðrum, eins og þegar er
ljóst af þeim sannindum, að það sem er ákveður ekki hvað á að vera
og bindur mönnum því engar skyldur. Af þeirri staðreynd einni, að
við erum Islendingar með því að eiga menningararfinn, verður
ekkert ráðið hvað við eigum að gera; þótt staðreyndin setji okkur
viss mörk um hvað við getum gert. Stjórnmálaskyldan er ekki
skylda við staðreyndir eða minjar, heldur við fólk og meðal fólks.
Hún ræðst ekki af menningararfinum, heldur af því hverjir við
erum nú, hvað við getum og hvað við viljum hver öðrum og hvað
við getum sætt okkur við hver um sig og hver fyrir annars hönd.
Halldór Guðjónsson