Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 58
52
JÓN HJALTASON
SKIRNIR
ið var að „taka þjóðlán (ríkislán) og byggja svo brýr og vegi“.33
Matthías gerði sér ljósa grein fyrir því að þetta stríddi gegn tíðar-
andanum og raunar velsæmi landa hans.
Menn kunna að svara, að þær [þjóðirnar] gjöri slíkt [taki lán] sjaldan nema
þær sje til neyddar, svo sem í ófriði til að verja líf og frelsi, enda taki þær þá
tíðast lánin innanlands; hjer sje engin þess konar nauðsyn fyrir dyrum,
enda sje bæði lítið til að setja í veð fyrir lánsfje, og hvergi innanlandsfje að
fá, sje því einsætt að forðast þess konar stórskuldir, og nóg sje örbirgðin,
þótt landið sje ekki í utanríkisskuldum. Þessi hugsunarháttur er eflaust al-
mennur, en hann er kotungsins hugsunarháttur, á röngum rökum
byggður, og hjárænuskapur á þessari öld.34
I nóvember ári síðar hóf Matthías enn máls á fjármálastjórn
landsins og var hann aftur að kroppa í öfgafulla sparnaðarstefnu
þingsins sem þá um sumarið hafði samþykkt fjárlög fyrir árin 1878
og 1879. Hnaut ritstjórinn um þau orð Gríms Thomsen, sem var
framsögumaður fjárlaganefndar neðri deildar, að „viðlagasjóður-
inn væri þegar kominn upp í rúma hálfa millíón króna, og mætti því
heita að hagur landsins stæði með blóma".35
Þetta fannst Matthíasi skjóta skökku við þegar flestar framfarir
landsins væru varla komnar í hug þjóðarinnar hvað þá lengra.
Hvernig gat það orðið til heilla að þingið legði fé fyrir þegar mest
reið á að því væri varið til umbóta? Var uppskera frelsisins þegar
komin í kornhlöður? Matthías var ómyrkur í máli. Það hefði frekar
staðið upp á Grím, fullyrti hann, að segja: „Þó ótrúlegt sé, þá er nú
búið að nurla og basla saman viðlagasjóði, sem nemur hálfri mill-
íón, en hagur landsins er að sama skapi ver farinn, því fé þetta hefur
ekki enn komið landinu til góða.“36
Og Matthías hafði ráðin á takteinum. Það átti að fjárfesta hverja
einustu krónu sem umfram yrði útgjöldin í álitlegum fyrirtækjum
og ekki skirrast við að taka ríkislán til umbóta, svo sem vega-,
siglinga- og búnaðarbóta. Að áliti Matthíasar var slík lántaka hvort
eð var óumflýjanleg ef koma átti framförum þjóðarinnar á rekspöl.
Niðurlag greinarinnar lýsir fréttamanninum og ritstjóranum Matt-
híasi ákaflega vel en þar segir:
Um smábresti þingsins eða fjárlaganefndarinnar í hinum ýmsum minni
greinum, skulum vér þegja, þeir eru að voru áliti ekki stærri en svo, að þeir