Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 201
SKÍRNIR
RITDÓMAR
195
lauslynd og léttlynd og frjáls í hugsun. Ég þekki þig ekki fyrir sömu mann-
eskju Alda“ (bls. 180-181).
Persónan Alda er auðvitað merkilegasta umhugsunarefnið. Þótt hún rísi
hátt yfir „ráðherrasílið“ er Steinunn sem betur fer ekkert að fegra hana, því
verður hún ákaflega lifandi persóna. Hún er full hroka vegna ættgöfgi sinn-
ar og fegurðar, og kemst oft barnalega að orði (t.d. bls. 58-9). En hún er
andrík og skemmtileg, bókin gneistar af því hugarflugi sem er rangnefnt
„orðaleikir", jafnvel í svörtustu örvæntingarköflunum. Alda gerir mikið úr
því hvað hún sé „melluleg" (bls. 7, 33 og 41), þannig tælir hún karlmenn,
en einnig hefur hún unun af að kvelja þá, býr sig í kennslu eins og hún væri
að fara á ball (bls. 111) og hlakkar yfir almennri standpínu nemenda sinna
(bls. 128). Ast Steindórs vekur henni bara leiðindi, sjálfsmorð hans vekur
henni fyrst og fremst hugsanir um óþægindi sjálfrar sín. Hún lætur mikið
af karlafari sínu framanaf sögunni, en eftir sambandið við Anton missir hún
alveg áhugann á karlmönnum, ástarsorgin verður þá æðri, enda skírir hún
Öldu, kallar fram kjarna hennar, sem flestu fólki verður að eilífu hulinn.
Þannig er Alda í bókarlok sátt við örlög sín, sagan er á vissan hátt þroska-
saga í gegnum píslarvætti.
Síðasti fjórðungur sögunnar tekur aftur upp kaflaheiti upphafsins;
Skólasetning II, Göngufrí í okt II, Tvær afmælistertur á kennarastofu II. Þá
er Alda búin að jafna sig eftir sjö ára sorg, orðin mönnum sinnandi, og það
sést á því að félagar hennar birtast aftur. Mestu skiptir að þótt hún afneiti
ekki á nokkurn hátt tilfinningum sínum, er hún sátt við hlutskipti sitt:
„flestir menn þvinga konurnar sínar. [...] Gott eigum við sem fengum að
rétta úr okkur mannlausar" (bls. 145). En inní þennan hluta (og nokkru
fyrr, frá bls. 137) fléttast uppgjörið við ástarsorgina, og einnig ímyndun
Öldu um eigin elli. Þannig spannar bókin allt lífið, mismunandi valkosti.
„Eðlisfræði hefur aldrei verið mitt fag,“ hugsaði Alda (bls. 64), en nú virð-
ist hún farin að reikna út mögulegar gangbrautir sínar í framtíðinni, út frá
núverandi stöðu og stefnu. Líkamlega lasburða, elliær, sjálfsmorð áður en
til þess kemur, og einnig kemur nú í stað ástríðunnar miklu sambúð hennar
með öðrum gamlingja sem hún sættir sig við, enda þótt hún líti niður á
smekk hans og viðhorf. Það kemur vel fram í stílnum að henni finnst þessi
„hentugleikasambúð" vera meðalmennskan uppmáluð, andstæða ást-
ríðunnar, sem áður var lýst (bls. 161-3 og 172, leturbr. ritdómara):
Okkur Símoni líður óskup vel hérna í hádeginu á sunnudögum [...]
Það besta við Símon er manngæskan. Hann er hrekklaus og saklaus
ennþá, eftir allt þetta líf. Það er yndislegt að vita um fólk sem brenni-
merkist ekki af lífsreynslunni ljótu og þrotlausri heimsku heimsins.
Hann er engill þessi garmur og hvað gerir það til þótt ég sé ekki alveg
á nippinu af ást til hans. [...] Hann er alls ekki leiðinlegur. Hann er
einmitt frekar smellinn [...] Ég hef vit á að vera þakklát fyrir að hafa