Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 23
SKÍRNIR
LÍFSVIÐHORF SÍRA MATTHÍASAR
17
þegar sterkar og áhrifamiklar hreyfingar í vísindum, listum, stjórn-
málum og heimspeki sáu dagsins ljós. Þessum umbrotum kynntist
Matthías ungur að árum — einkum í utanferðum sínum, þeirri
fyrstu 1856-57, og þó enn betur í annarri ferðinni 1871-72 til Eng-
lands og Kaupmannahafnar. Hér kynntist hann nýjum viðhorfum
í menningarlegum efnum, vísindalegum efa, gagnrýninni skyn-
semi, og sundurgreinandi hugsun, þar sem ekkert skyldi tekið gilt
nema það hefði verið sannað með vísindalegum aðferðum. Efinn
að þessum skilningi er leið til meiri þekkingar, enda kennir reynsl-
an sérhverjum manni, að það sem hann í fyrstu áleit endanlegan
sannleika reyndist við nánari athugun ein hlið af mörgum.
Oll vísindi seinni tíma byggjast á þessu viðhorfi, sem flestum
þykir nú nokkuð svo sjálfsagt mál. En þessi viðhorf hinnar gagn-
rýnu skynsemi komu víða við kaun í vestrænni menningu þar sem
byggt hafði verið á hefðum og viðteknum sjónarmiðum. Andi
frönsku byltingarinnar 1848 sveif yfir vötnunum og enginn var
skeleggari boðberi hugsjóna hennar um frelsi og jafnrétti en danski
bókmenntafræðingurinn Georg Brandes. Skal nú vikið stuttlega að
þætti Brandesar í mótun hins unga guðfræðings.
3. Georg Brandes
Þeir Brandes og Matthías skiptust á bréfum í ein þrjátíu ár. Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur hefur bent á, að í hinu umfangsmikla
bréfasafni Brandesar, en það mun vera ein átta bindi, er aðeins að
finna bréf frá einum presti, síra Matthíasi.3 Brandes fjallaði um
kirkju og kristindóm af miskunnarlausri gagnrýni. Matthías heill-
aðist þó af þessum mikla eldhuga þegar við fyrstu sýn, haustið 1871
í Kaupmannahöfn, þegar Brandes var að hefja flutning á hinum
frægu fyrirlestrum sínum um meginstrauma í evrópskum bók-
menntum. Síra Matthías kemst svo að orði um innihald ræðunnar:
„Helsta efni tölunnar var um stefnu skáldskapar og lista í Evrópu,
svo og um heims- og lífsskoðanir. Um siðbætur talaði Brandes
hvorki þá sé síðan, heldur um frelsi, listir og réttindi.“ Matthías
segir ennfremur, að Brandes hafi viljað „leiða nýja menningar- og
frjálsræðisstrauma inn í land sitt, inn í hugsun þjóðarinnar og fé-
lagslíf, inn í skáldskap og listir, inn í stjórnarfar og þjóðlíf".4
Skírnir - 2