Skírnir - 01.04.1987, Page 26
20
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
ill guðfræðingur og fjallar um margvísleg málefni samtímans í hinu
mikla ritsafni sínu. Hann naut mikils álits og hefur verið talinn
mesti guðfræðingur únitara í Ameríku. Helstu ásteytingarsteinar
hans í kenningum kirkjunnar voru eins og við var að búast þrenn-
ingarkenningin, friðþægingarkenningin og hið róttæka syndar-
hugtak (eða kenningin um upprunasyndina). Verk hans voru mik-
ið lesin enda rituð af frábærri rökfimi og eldmóði. Engan þarf því
að undra, að Matthías í Móum hafi talið sig komast í feitt þar sem
rit Channings voru.
Gagnrýni á þrenningarlærdóminn hefur oft komið fram í kirkju-
sögunni. Upphaf únitara er rakið til siðbótaraldarinnar, þótt fyrsta
únitarafélagið hafi ekki verið stofnað fyrr en 1774 í London sem
kristið sértrúarfélag. Áherslan var einkum á mannúðarstarfsemi og
siðfræði. Vel er hugsanlegt, að hinn mikli áhugi Matthíasar á þjóð-
málum eigi rætur sínar að rekja til áhrifa frá Channing. En eitt
megineinkenni únitara vestanhafs á nítjándu öld var mikil virkni í
þjóðlífinu og þátttaka í stjórnmálum. Channing ritaði mikið um
þjóðfélagsmál, gerði t.d. ítarlega úttekt á þrælahaldi í einu rita
sinna. Svo mikið er víst, að skömmu eftir áföllin, sem Matthías varð
fyrir þegar hann sat í Móum, hvarf hann frá prestskap um nokkurra
ára skeið. Tók hann þá við ritstjórn þjóðmálablaðsins Þjóðólfs
(1874-81) og ritaði að staðaldri um þjóðmál. Þegar hann settist í
ritstjórastólinn hafði hann um nokkurt skeið lesið verk Channings
dyggilega.
5. Paul Carus
Matthías minnist stundum á Carus, heimspeking í Chicago. Fram-
an af metur Matthías hann þó ekki mikils eins og kemur fram í bréfi
til síra Jóns Bjarnasonar 12. júní 1891: „Og hvaða Guð gefur sá
góði og gáfaði dr. Carus og hans consortar oss? Persónulausan
kosmus, sem bæði er creans og creatus, subj. og obj. og allt mögu-
legt - nema Guð. Og sálin? Hún er heilinn og líffærin. Og ódauð-
leikinn? Kimære og egoistical nonsense!“n
En í bréfi til Hannesar Þorsteinssonar fimm árum síðar (20. febr-
úar 1896) segir Matthías: „Ég les heimspeki af krafti, en hneigist
miklu nær monismus eða agnosticismus. Dr. P. Carus er brilliant.