Sagnir - 01.06.1998, Side 75

Sagnir - 01.06.1998, Side 75
hver iðki fræðistörf í sínu horni. En bókmenntafræðin hefur einnig tekið breytingum. Er Sigurður Nordal var að skrifa í anda bókfestukenningarinnar, þekk- tist ekkert sem heitir félagsleg bókmennta- fræði. Ég las talsvert af því sem hann skrif- aði og fannst sumt nokkuð gott, en hann var vitanlega barn síns tíma. Það sést um leið að hann var leiðtogi íslenskra fræða um miðja öldina og ég held að áherslur hans á takmarkað heimildagildi Íslendingasagna hafi vegið of þungt. Hvort leggur þú meiri áherslu á sérstöðu Íslands- sögunnar eða á tengsl hennar við meginland Evrópu? Þetta er mjög flókin spurning, því hún kemur inn á svo mörg svið: Viðfangsefnið, tímabilið og aðferðafræðina. Eins og ég kom inn á áðan, voru íslenskir fræðimenn um miðja öldina upp til hópa þjóðernissinnar. En í bókfestukenningu þeirra fólst ákveðin þversögn: Þeir lögðu áherslu á að íslenskur skáldskapur á miðöldum hefði verið snar þáttur af evrópskri menningu þess tíma; framlag Íslendinga hafi ein- ungis tekið öðru fram. Þjóðernishyggjan fólst þannig að vissu leyti í að líta á menningararfinn í alþjóðlegu ljósi. Þetta er auðvitað viss þversögn. Nú hefur viðhorfið breyst. Ísland var auðvitað einangr- aðra á þjóðveldisöld, en til dæmis á einokunartímanum. Þá var landið augljóslega hluti af stærri hagkerfum. Ég tek eftir þegar ég ræði við fólk af eldri kynslóðinni að það getur varla rætt hlutlægt um ákveðna þætti Íslandssögunnar. Söguskoðun þeirra er pólitískt lituð. Erlendir fræðimenn eru ekki jafn tilfinningalega bundnir viðfangsefninu. Hlutlægni næst með því að horfa á viðfangsefnið úr ákveðni fjarlægð og í samhengi við umheiminn. Við megum aldrei ganga út frá sérstöðunni sem staðreynd. Það má til að mynda ekki halda að sagnfræðin hafi að geyma öll svör. Þess vegna tel ég að sagnfræðingar sem beita mannfræðilegum aðferðum standi mun betur að vígi. Ísland var ekki einungis eyja heldur hluti af samfélagi Evrópu. Íslenskt samfélag laut ekki almennum lögmálum um eyjasamfélög eins og Pólónesía. Mannfræðingar eiga til að ala á slíkum „sérstöðu-nálgunum.“ Það kann að hljóma undarlega að ég gagnrýni mannfræðinga, en allt þarf að skoða í sögulegu samhengi. Ertu þeirrar skoðunar að miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi frá öndverðri 10. öld fram yfir aldamótin 1300? Ég er þeirrar skoðunar að viss kyrrstaða hafi einkennt íslenskt samfélag. Vald stórhöfðingja jókst ekki eins mikið og haldið hefur verið fram. Eðli valdsins breyttist hins vegar. Það var stöðugleiki í efnahags- og atvinnuháttum þjóðarinnar og landbúnaðarkerfið hélst óbreytt. En yfirstétt kom fram á sjó- narsviðið og því er ekki hægt að ful- lyrða að algjör kyrrstaða hafi ríkt. Stéttamunur var orðinn meiri á 13. öld - þetta er nokkuð sem hafði farið framhjá mér áður. Einhvers konar los komst á hlutina um miðbik 13. aldar. Bændur urðu meðvitaðri um eigin stöðu eftir að stór- höfðingjar höfðu haft tögl og hagldir í langan tíma. Þeir misstu smátt og smátt tökin sem gerði erlendum konungi hægara um vik að ná landinu undir sig. Óbreytt búsetumynstur átti drýgstan þátt í að varðveita kyrrstöðu hérlendis í samanburði við meginland Evrópu. Af því leiddi að blóðug átök voru síður einkenn- andi fyrir íslenskt samfélag. Ef stríðandi herflokkar hefðu farið um landið, þá hefði fólk þurft að breyta búsetumynstrinu eins og raun varð á í Evrópu. Mun auðveld- ara hefði verið um varnir og hvers konar samtryggingu í matvælaforða ef bændur hefðu myndað nokkurs konar þyrp- ingar. Þetta gerðist ekki á Íslandi, byggðin hélst dreifð, hér var lítið um hernað og því engin þörf fyrir varnir. Gleymum því ekki að Íslendingar bjuggu flestir hverjir við landbúnað sem var ekki vinnuaflsfrekur. Kvikfjárrækt krefst ekki eins mikillar alúðar og til að mynda kornrækt. Ég get samt ekki séð að bændur hafi verið að eyða þessum „frí- tíma“ sínum í hernað. Hins vegar held ég að þarna hafi gefist svigrúm til að sinna því tímafreka stjórnkerfi sem reis á þjóðveldisöld. Frá Austfjörðum til Alþingis er langur spölur. Menn þurftu að eyða tveimur vikum í að hossast á hesti til þingstaðar, eyða tveimur til þremur vikum þar og svo öðrum tveimur á heimleiðinni. Ég held að skýringin hljóti að liggja í landbúnaðarháttunum. Bændur á Íslandi voru þannig í ákveðinni sérstöðu miðað við það sem tíðkaðist í öðrum evrópskum samfélögum. Allt bendir til þess að norræna byggðin á Grænlandi hafi verið með sama hætti og á Íslandi, sama vegalengd milli býla og álíka sóknaskipulag. Ekki er hægt að skýra það eingöngu út frá atvinnuháttum því þar var samfélag sem lifði mun meira á fiskveiðum. Ég held því að helsta skýringin á kyrrstöðu sveitasamfélagsins sé friðsæld, lítil hætta á innan- landsófriði eða utanaðkomandi árás. Mikið hefur verið rætt um upphaf íslensks þjóðernis. Svo virðist sem þið Harald Gustafsson séuð á öndverðum meiði í þeirri umræðu. Já, skoðanaskipti okkar Haralds eiga sér nokkra forsögu. Ég stundaði háskólanám í Svíþjóð og þekki ágætlega SAGNIR ‘ 98 74 „Samvinna er lykilatriði í sagnfræði“ Ef stríðandi her- flokkar hefðu farið um landið, þá hefði fólk þurft að breyta búsetumynstrinu eins og raun varð á í Evrópu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.