Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 15

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 15
Jólasálmar Lúters annan utan íslands. í sálmabókinni 1972 á Marteinn Lúter enn á annan tug sálma, sem tengjast honum með nokkrum hætti. Og það er athyglisvert, að þeir birtust allir undir eins í sálmabók Guðbrands biskups 1589. Þegar ritað er um sálma Lúters, em þeir skoðaðir frá ýmsum sjónarmiðum og þeir flokkaðir með margvíslegum hætti. í þessu greinarkomi er ætlunin að velta fyrir sér þeim 5 sálmum, sem rekja rætur til hans að einhverju leyti og tengjast jólum. Víst er, að 3 þeirra birtust fyrst í sálmasöfnun árið 1524. Líkast til hafa þeir einhverjir áður einnig birzt í flugritum.8 Sálmar þeir, sem hér ræðir um, em Gelobet seist du, Jesu Chríst, Nun komm der Heiden Heiland og Christum wir sollen loben schon. Heiðra skulum vér herrann Krist Fyrsta erindi sálmsins Gelobet seist du, Jesu Christ, Heiðra skulum vér herrann Krist, á sér fyrirmynd í þjóðvísu, sem varðveitzt hefir í heimild frá því um 1370. Vísan er á lágþýzku, og er frumtextinn geymdur í Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn.9 Lúter kunni jafnan að meta kveðskap alþýðunnar, en vísan hljóðar svo: Loust sistu isu crist, dat du hute gheboren bist von eyner maghet. Dat is war. Des vrow sik olde hemmelsche schar. Kyr. Nú dyttar Lúter að þessari vísu, svo að af verður fyrsta erindi í jólasálminum. Fræðimenn telja líklegast, að hann sé ortur kringum áramótin 1523/1524, og hann sé fyrsti sálmur, sem Lúter hafi ort. Um sömu mundir og Lúter yrkir þennan sálm eða litlu seinna snýr hann yfir á þýzku 2 latneskum sálmum, sem síðar verður vikið að. Er ekki annað sýnna en greina megi í orðalagi þessa sálms enduróm frá latnesku sálmunum. Greinilegust koma þessi áhrif fram í 2. og 4. erindi, sem draga dám af 6. og 7. erindi sálmsins Veni redemptor gentium. Sálmafræðingar benda á, að þessi sálmur, sem Lúter frumsemur, andi frá sér meiri hlýju og trúarlegum ilmi en lamesku jólasálmamir í búningi hans. Raunar hlýtur hugarflugið oft og einatt að vera frjálsara, þegar það er ekki bundið af orðum annarra höfunda, sem leggja þau skáldinu á tungu eða svo reynist a.m.k. mörgum þeim, sem í skáldskap vasast. Raunar eru margir sálmar Lúters ortir við sterk hughrif. Þessi sálmur Lúters hefir komizt í margar sálmabækur kaþólskra, ýmist óbreyttur eða aðeins að hluta til. 8 Wackemagel, Bibliographie Nr. 155. 9 Jellinghaus, Aus Kopenhagener Handschriften í Jahrbuch des Vereins fúr niederdeutsche Sprachforschung 1881, bls. 1. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.