Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 49
Um kristna trúfræði
Kristur og Drottinn
Hugtökin „Kristur" og „Drottinn“ tengja Jesú sögunni á sérstakan
hátt, bæði sögunni, sem liðin er, og framtíðinni, sem í vændum er.
Hugtakið Kristur merkir, að fyrirheitið, sem Guð gaf ísrael og heimi
öllum fyrir munn spámanna sinna, hefur ræst í Jesú. Það er fram komið,
sem saga ísraels vimaði um: „Guð hefur vitjað lýðs síns“ (Lk 1.68-79).
Hugtakið Drottinn opnar sýn til framtíðar. Upprisa Jesú frá dauðum
staðfestir, að hann er sá, sem hefur allt vald á himni og jörðu. Sá eini
meðal mannsins bama, sem verðskuldar tilbeiðslu, er maðurinn Krismr
Jesús, af því að „hann Guðs er eðlis einn og annar Guð ei neinn“ (Lúther
Sálmabók nr. 284). Þar með er brotin goðsögn valdsins, sem í fomöld
kom fram í kröfú konungsins eða keisarans um guðlegt vald og í
nútímanum kemur fram í alræðishyggjunni. Ennfremur er forlögum og
hvers kyns löghyggju steypt af stóli, en vakin raunvemleg hugsjón um
frelsi.
Innihald kristinnar trúar er með öðrum orðum ekki kenningar,
heldur persóna, Jesús Krismr. Kristin trú er þar með ekki fyrst og fremst
samsinni við tilteknar kenningar, heldur fylgd við Jesú og breymi eftir
honum, traust á, að hann er sá sem hann sagðist vera og jafnframt traust á
fyrirheit hans um að vera með lærisveinum sínum alla daga.
Kristin trú er trú á Krist. Kristinn er sá, sem trúir, að Kristur sé sá,
er opinberar Guð eða birtir oss, hver Guð er. Um leið opinberar Jesús
manninn, þ.e. birtir oss, hver vér erum sjálf.
Guð er leyndardómur
Guð er leyndardómur. Það er ekki hægt að ganga að honum, benda á
hann eða þreifa á honum. Að vísu er hægt að benda á vísbendingar um
hann út frá því, hvemig heimurinn og vér sjálf emm. Menn skynja, að það
er regla í heiminum, að hægt er að ganga út frá ákveðnum lögmálum í
náttúmnni og í mannlífinu og þessi skynjun hefur leitt menn til að álykta
sem svo, að til sé skapari, sem hefur skapað heiminn og skipað öllu, sem er
í heiminum. Vér sjálf og heimurinn, sem vér byggjum, er verk Guðs, sem
allt hefur skapað. Ég er og heimurinn er, af því að Guð er, sem lætur
annað verða en hann sjálfur er og þetta annað er heimurinn og allt, sem í
honum er. En það, sem er og hægt er að skynja og hugsa, er ekki Guð,
heldur er það heimur og heimurinn er heimur, en ekki Guð.
Guð er slíkur leyndardómur, að auðveldara er að segja, hvað hann er
ekki en að segja, hvað hann er. Guð er ekki heimur og heimurinn er ekki
Guð. Þetta tvennt, Guð og heimur, em andstæður. Heimurinn er
sýnilegur, skiljanlegur, áþreifanlegur, þekkjanlegur, en Guð er andstæða
þessa, ósýnilegur, óskiljanlegur, óáþreifanlegur, óþekkjanlegur.
Heimurinn eða allt það, sem hægt er að sjá og skilja, skynja, þreifa á og
þekkja, er hverfult, breytilegt, forgengilegt. Guð er andstæðan, eilífur og
heilagur. Til er gæska, sannleikur og fegurð í heiminum. Gæskan,
fegurðin og sannleikurinn í Guði er andstæða þess, sem þekkist í heimi og
er algæska, alfegurð, alsannleikur.
47