Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 49

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 49
Um kristna trúfræði Kristur og Drottinn Hugtökin „Kristur" og „Drottinn“ tengja Jesú sögunni á sérstakan hátt, bæði sögunni, sem liðin er, og framtíðinni, sem í vændum er. Hugtakið Kristur merkir, að fyrirheitið, sem Guð gaf ísrael og heimi öllum fyrir munn spámanna sinna, hefur ræst í Jesú. Það er fram komið, sem saga ísraels vimaði um: „Guð hefur vitjað lýðs síns“ (Lk 1.68-79). Hugtakið Drottinn opnar sýn til framtíðar. Upprisa Jesú frá dauðum staðfestir, að hann er sá, sem hefur allt vald á himni og jörðu. Sá eini meðal mannsins bama, sem verðskuldar tilbeiðslu, er maðurinn Krismr Jesús, af því að „hann Guðs er eðlis einn og annar Guð ei neinn“ (Lúther Sálmabók nr. 284). Þar með er brotin goðsögn valdsins, sem í fomöld kom fram í kröfú konungsins eða keisarans um guðlegt vald og í nútímanum kemur fram í alræðishyggjunni. Ennfremur er forlögum og hvers kyns löghyggju steypt af stóli, en vakin raunvemleg hugsjón um frelsi. Innihald kristinnar trúar er með öðrum orðum ekki kenningar, heldur persóna, Jesús Krismr. Kristin trú er þar með ekki fyrst og fremst samsinni við tilteknar kenningar, heldur fylgd við Jesú og breymi eftir honum, traust á, að hann er sá sem hann sagðist vera og jafnframt traust á fyrirheit hans um að vera með lærisveinum sínum alla daga. Kristin trú er trú á Krist. Kristinn er sá, sem trúir, að Kristur sé sá, er opinberar Guð eða birtir oss, hver Guð er. Um leið opinberar Jesús manninn, þ.e. birtir oss, hver vér erum sjálf. Guð er leyndardómur Guð er leyndardómur. Það er ekki hægt að ganga að honum, benda á hann eða þreifa á honum. Að vísu er hægt að benda á vísbendingar um hann út frá því, hvemig heimurinn og vér sjálf emm. Menn skynja, að það er regla í heiminum, að hægt er að ganga út frá ákveðnum lögmálum í náttúmnni og í mannlífinu og þessi skynjun hefur leitt menn til að álykta sem svo, að til sé skapari, sem hefur skapað heiminn og skipað öllu, sem er í heiminum. Vér sjálf og heimurinn, sem vér byggjum, er verk Guðs, sem allt hefur skapað. Ég er og heimurinn er, af því að Guð er, sem lætur annað verða en hann sjálfur er og þetta annað er heimurinn og allt, sem í honum er. En það, sem er og hægt er að skynja og hugsa, er ekki Guð, heldur er það heimur og heimurinn er heimur, en ekki Guð. Guð er slíkur leyndardómur, að auðveldara er að segja, hvað hann er ekki en að segja, hvað hann er. Guð er ekki heimur og heimurinn er ekki Guð. Þetta tvennt, Guð og heimur, em andstæður. Heimurinn er sýnilegur, skiljanlegur, áþreifanlegur, þekkjanlegur, en Guð er andstæða þessa, ósýnilegur, óskiljanlegur, óáþreifanlegur, óþekkjanlegur. Heimurinn eða allt það, sem hægt er að sjá og skilja, skynja, þreifa á og þekkja, er hverfult, breytilegt, forgengilegt. Guð er andstæðan, eilífur og heilagur. Til er gæska, sannleikur og fegurð í heiminum. Gæskan, fegurðin og sannleikurinn í Guði er andstæða þess, sem þekkist í heimi og er algæska, alfegurð, alsannleikur. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.