Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 62
Jón Sveinbjömsson
það hvort það sé lesandinn sem gefur textanum merkingu, eða hvort það sé
textinn sjálfur eða lestrarsamfélagið sem lesandinn er hluti af.41
Félagsleg ritskýring reynir að gera sér mynd af samfélagslífinu á
tímum Biblíunnar með því að beita líkönum, sem fengist hafa með
rannsóknum á nútíma samfélögum, á þær heimildir sem við höfum um
þessi fomu samfélög.42
Kennslubækur í mælskulist varpa hér einnig ljósi á hlutverk
lesandans. Eins og kom fram þegar talað var um Progymnasmata virðist
það hafa verið eitt megin hlutverk höfundarins að fá lesandann með sér í
lestrarferlið. Lesturinn var þátttaka, innlifun sem mótaði þann sem las.
í merkri grein sem birtist í tímaritinu Rhetorica haustið 1986 fjallar
Mark D. Jordan um s.n. „protreptisk“ rit,43 eiginlega hvatningarrit sem
áttu að laða menn að ýmsu, einkum þó að heimspekiskólum.
Kirkjufeðumir sömdu einnig slík rit, og má m.a. benda á rit Originesar
Hvatning til píslarvættisM Höfundur tekur sem dæmi í greininni fjögur
rit, Euþýdemos eftir Platon, Protreptikos eftir Aristoteles, Nítugasta bréf
Seneca og Protreptikos eftir Jamblikos. Hann sýnir fram á að ekki sé rétt
að tala um ákveðið bókmenntaform (genre) í þessu sambandi, form
þessara rita séu alltof margbreytileg til þess að það sé hægt. Það sem er
sameiginlegt með þeim er hins vegar krafan um óskipta þátttöku lesandans
í lestrinum.45
En hvert er samband nútímalesenda og upphaflegra lesenda? Eins og
áður kom fram, virðast flestir þeir, sem beita aðferðum málvísinda,
mælskulistar og félagsfræða við könnun á lesendum, nær eingöngu fjalla
um áhrif textans á upphaflega lesendur, en hirða síður um áhrif textans á
41 Sjá nánar yfirlitsgrein eftir S. Mailloux í tímaritinu Genw, „Reader-Response
Criticism?“; Jón Sveinbjömsson, „Biblían og bókmenntarýnin,“Orðið, 19. árg, bls.ll
Sbr. neðanmálsgrein nr. 38 hér að ofan.
42 Benda má á greinar eftir John H. Elliott, Bruce J. Malina o.fl. í Semeia 35. Social-
Scientifíc Criticism of the New Testament and its Social World. (Society of Biblical
Literature 1986); einnig má benda á greinar í 47. bindi tímaritsins Sociological Analysis
(1986) „Sociology and New Testament Studies: A Symposium" (bls. 214-266); B. J.
Malina, Christian Origins and Cultural Anthropology: Practical Models for Biblical
Interpretation (Atlanta: John Knox, 1986); J.P. Louw, Sociolinguistics and
Communication. UBS Monograph Series, No. 1 (London: United Bible Societies,
1986).
43 M. D. Jordan, „Ancient Philosophic Protreptic and the Problem of Persuasive
Genres,“ Rhetorica Vol IV (1986) bls. 309-333.
44 Eis martyrion protreptikos.
45 These protreptics do not agree on the hearer's condition or how to approach it, but
they do agree in wanting the hearer's whole self for an ongoing pedagogy. Because the
hearer's whole self is at stake, the desired commitment must be exclusive and unlimited
(bls. 332-3).
60