Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 80
Jónas Gíslason
gæzlumenn rómverskrar kirkju á íslandi kærðu sig um? Spyr sá, sem ekki
veit.
Auk þess er ýmislegt við þessa frásögn að athuga. Ari segir, að papar
hafi farið burt af landinu, af því að þeir vildu ekki vera hér við heiðna
menn. Hvert gátu þeir farið, þegar öll nálæg lönd, nema þá Grænland,
voru á valdi þessara sömu víkinga? Og hvaða hluti skildu þeir eftir sig?
Bækur, bjöllur og bagla. Allt vom þetta hlutir, sem írskir munkar ógjama
skildu við sig; það gæti bent til skyndilegs flótta við óvænta komu víkinga
af hafi; vart hefði þá gefizt tóm til þess að búa skip til undankomu. Hitt er
miklu sennilegra, að þeir hafi flúið landveg til afskekktari staða á landinu
eða þá til héraða, þar sem kristnir menn fóm með yfirráð. Ýmislegt
bendir til þess, að kristin byggðahverfi hafi haldizt á fáeinum stöðum á
landinu; þess er beinlínis getið um Kirkjubæ á Síðu. Margt bendir til hins
sama á Akranesi, Kjalamesi og í Kjós, svo að nokkur dæmi séu nefnd;
a.m.k. vekur athygli, að á þessum stöðum hafa fáar eða engar heiðnar
grafir fundizt, þótt fjölmargar hafi fundizt í öðmm landshlutum.
Þá má minna á, að írsk-skozka kirkjan hlýtur að vera fróðlegt
rannsóknarefni fyrir okkur íslendinga; einkenni hennar vom klaustrin,
sem störfuðu algjörlega sjálfstætt. Klaustur var miðstöð hvers hérað;
byggðin myndaðist í kringum það. írskir munkar vom ekki eingöngu
einsetumenn, sem leituðu einvem til guðsdýrkunar, heldur einnig
einhverjir mestu kristniboðar síns tíma; oft fóm þeir einmitt til heiðinna
þjóða til þess að boða trúna. Þess vegna hefðu þessir norrænu víkingar átt
að geta verið trúboðsakur fyrir þá.
Hvenær komu papar fyrst til íslands? Sennilega einhvem tíma á
tímabilinu milli 600 og 800, eftir byggingu Færeyja og fyrir norrænt
landnám. Ritaðar heimildir em fáorðar um þetta; ef til vill mundi skipuleg
fomminjaleit á þeim stöðum, þar sem papar helzt virðast hafa dvalið á
íslandi, geta veitt einhverjar frekari upplýsingar. Virðist alls ekki
vanzalaust tómlæti það, sem ríkir í frekari könnun á þessum kafla
íslenzkrar sögu; hér em síður en svo öll kurl komin til grafar.
Hér er auðvitað hvorki tími né tækifæri til þess að fara náið út í mörg
atriði þess, sem telja verður vafasamt í hinni hefðbundnu skoðun á fyrstu
öldum íslenzkrar sögu; sem dæmi má þó víkja að einum meginatburði
íslandssögunnar, sem er norrænt kristniboð á Islandi og kristnitakan árið
1000.
Kristniboðssaga íslands er að ýmsu leyti einstök í allri sögu
kristniboðsins. Almenna krismiboðssagan er rík af frásögnum um krisma
píslarvotta, sem guldu lífið fyrir trú sína. Kristniboðssaga íslands geymir
engar slíkar frásagnir um krisma píslarvotta; þó skortir ekki frásagnir af
mönnum, sem létu lífið fyrir trú sína í átökum vegna kristniboðsins, en
þeir píslarvottar vora allir heiðnir menn, sem vegnir vora af
kristniboðunum. Það mun nánast einsdæmi í krismiboðssögunni, þar sem
kristniboðið var þá annað og meira en aðeins ómerkilegt yfirvarp
óprúttinna og valdagráðugra manna, sem í skjóli þess reyndu að brjóta
78