Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 87

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 87
Nýjatestamentísfæði áfangar og viðfangsefni áhrif á vinnu og niðurstöður fræðimannsins. En hann er ekki einn í rannsókninni. Rannsóknir annarra veita honum aðhald. Fræðimenn í ritskýringu em ekki forsendulausir, en þurfa að gera sjálfum sér og öðrum grein fyrir áhrifum forsenda sinna í rannsókninni. Hættan er sú, að menn lesi inn í textann sjálfa sig og sínar aðstæður. Menn leitast auðvitað við að endurskoða þessar forsendur í umgengni sinni við rannsóknarefhið og finna það, sem við á, og em jafnframt gagnrýnir á eigin niðurstöður. Sú fræðigrein, sem fæst við spuminguna, hvemig eigi að túlka texta og hvað gerist þegar túlkað er, nefhist túlkunarfræði. á ensku máli hermeneutics. Hún fæst bæði við skýringu texta og þekkingarfræðilega flnigun um forsendur túlkunar og skilnings. Þessi fræðigrein hefur sínar forsendur, sem geta verið breytilegar frá einum höfundi til annars. Túlkunarfræðin er óhjákvæmilega þáttur í fræðastarfi ritskýrandans. Og það, sem í ágripi hefur verið sagt hér að framan, fellur undir hana. Allt þetta, sem hér hefur verið sagt um fræðilega ritskýringu almennt, á við um ritskýringu Nýja testamentisins. Túlkunaraðferðir til foma og á miðöldum Frá upphafí vega kristninnar hefur túlkun foms texta verið viðfangsefhi hennar, einkum heimfærsla. Hjá Jesú og höfundum guðspjallanna fínnum við sumar túlkimarreglur rabbínanna, svo sem ályktun út frá hliðstæðu og eins bæði frá minna til meira og meira til minna. En óeiginleg túlkun varð ríkjandi er fram liðu stundir. Jesús Kristur og frumkirkjan skildu sig sem uppfyllingu fyrirheita Gamla testamentisins um komandi hjálpræði Guðs. Gamla testamentið var þeim heilög ritning. í ritum Nýja testamentisins má sjá, að höfundar þeirra hafa séð fyrirmyndir að persónum og atburðum í lífí Jesú í sumum persónum og atferli maxma í Gamla testamentinu. Þetta er kölluð typologisk útlegging á texta Gamla testamentisins. Sem dæmi um typologíu í framsetningu Nýja testamentisins má nefna, að í Matteusarguðspjalli er löggjafarstarfi Krists að hluta lýst með dráttum, sem fela í sér skírskotun til Móse og Sínailöggjafarinnar, sbr. fjallræðuna, og frelsunarverki Krists með vissri skírskotun til brottfarar ísraels úr þrælahúsinu í Egyptalandi, og heimfarar úr herleiðingunni frá Babýlon, sbr. að Jóhannesi skírara er líkt við fagnaðarboðann, sem kemur yfír eyðimörkina með boðskap um nálæga lausn Guðs hinum þjökuðu til handa (Mark. 1:1-3). í guðspjöllunum og hjá Páli postula finnum við einnig dæmi um óeiginlega eða allegoriska útleggingu, þar sem fomir textar Gamla testamentisins eru taldir hafa boðskap að flytja inn í síðari tíma með því að gefa þeim aðra merkingu en hina bókstaflegu. Dæmi um þetta er útlegging klettsins, sem gaf ísrael vatn á eyðimerkurgöngunni, sem Krists, sbr. 1 Kor. 10:4. í fomöldinni vom menn meðvitandi um vandamálið, hvemig fomir textar ættu merkingu ekki aðeins fyrir foma tíð, heldur líka um síðari kringumstæður. Stóumenn útlögðu Hómerskviðumar óeiginlega og allegoriskt. Hjá kirkjufeðrunum, sem tóku óeiginlega túlkunarhefð Grikkja og Gyðinga í arf, fínnum við allt að fjómm merkingum í textum 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.