Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 102

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 102
Kristján Búason hlutverk hvers forms. Þegar nýjatestamentisfræðingar tóku upp formgreiningu, gerðu þeir ráð fyrir þrenns konar félagslegum kringumstæðum hefðarinnar og formsins, fyrst í lífí Jesú, síðan í frumkirkjunni og loks í samhengi ritaðs guðspjalls. Þess vegna er ekki aðeins talað um formgreiningu heldur einnig run formsögu, sem greinir frá breytingu á formi og hlutverki eininga guðspjallahefðarinnar. Fræðimenn greindu ýmsar breytingar í byggingu og formi einstakra eininga hefðarinnar, t.d. í kraftaverkasögum, deilufrásögum og dæmisögum í eíhi Markúsarguðspjalls, þegar þær vom teknar upp í Matteusarguðspjall og Lúkasarguðspjall, og sáu þar áhrif munnlegrar notkunar í trúfræðslu og predikun. Af þessu ályktuðu þeir, að hliðstæðar breytingar hefðu átt sér stað í 30 ára munnlegri hefð fyrir ritun Markúsarguðspjalls og ræðuheimildarinnar um árið 60 eftir Krists burð. Brautryðjendur í þessu rannsóknarstarfi vora einkum þrír þýzkir guðfræðingar. Fyrst skal nefhdur þýzki guðfræðingurinn K. L. Schmidt (d. 1956), sem í riti sínu Der Rahmen der Geschichte Jesu frá 1919 sýndi fram á, að efni Markúsarguðspjalls væri sjálfstæðar smáeiningar tengdar á einfaldan hátt í tíma landfræðilega eða efnislega og á stöku stað væri skotið inn stuttum samantektum kringumstæðna. Undantekning frá þessu reyndist píslarsagan, sem er samfelld lengri frásaga. Samantektimar mynduðu ramma framsetningarinnar og sýndu guðfræðilega afstöðu guðspjallamannsins. Efni guðspjallanna hefði verið varðveitt, og flutt og skráð, af því að það hafði þýðingu fyrir trú og líf safnaðarins og endurspeglaði heimfærslu þess á líf safnaðarins og þar með hefði það gegnt ákveðnu hlutverki í lífí hans. Annar brautryðjanda formgreiningarinnar var Martin Dibelius (d. 1947), prófessor í nýjatestamentisfræðum við háskólann í Heidelberg. í riti sínu Die Formgeschichte des Evangeliums frá 1919 greindi hann efhi guðspjallanna með formum, sem þekkt vora úr hellenistískum bókmenntum samtíðarinnar. Hann gerði ráð fyrir því, að predikun í guðsþjónustu framkirkjunnar væri sá vettvangur, sem efnið hefði haft hlutverk sitt í, varðveizt og mótazt. Þetta flokkunarkerfi náði ekki yfir allt efni guðspjallanna. Þriðji og áhrifamestur þessar brautryðjenda var áður nefndur Rudolf Bultmann, lútherskur prófessor við háskólann í Marburg. Hann tók sér fyrir hendur í ritinu Die Geschichte der synoptischen Tradition frá 1921 að flokka allt eftii samstofna guðspjallanna og bjó til flokkunarkerfi úr efninu sjálfu, þar sem ekki var til flokkunarhugtak fyrir. Þetta flokkunarkerfi Bultmanns hefur reynzt nothæft og er notað enn í dag, að vísu með ýmsum leiðréttingum og stundum með öðram heitum. En eins og áður hefur verið bent á hafa form í opinberunarritum Gyðinga og ritum rabbina í mörgum tilfellum reynst nærtækari við formgreiningu efnis guðspjallanna. Bultmann gekk út frá því, að efnið hefði varðveizt vegna þarfa framsafnaðarins. Þá taldi hann, að framsöfnuðurinn hefði ekki haft áhuga á hinum sagnfræðilega Jesú, og var mjög gagnrýninn á sannleiksgildi ýmissa frásagna guðspjallanna. Þau 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.