Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 102
Kristján Búason
hlutverk hvers forms. Þegar nýjatestamentisfræðingar tóku upp
formgreiningu, gerðu þeir ráð fyrir þrenns konar félagslegum
kringumstæðum hefðarinnar og formsins, fyrst í lífí Jesú, síðan í
frumkirkjunni og loks í samhengi ritaðs guðspjalls. Þess vegna er ekki
aðeins talað um formgreiningu heldur einnig run formsögu, sem greinir
frá breytingu á formi og hlutverki eininga guðspjallahefðarinnar.
Fræðimenn greindu ýmsar breytingar í byggingu og formi einstakra
eininga hefðarinnar, t.d. í kraftaverkasögum, deilufrásögum og
dæmisögum í eíhi Markúsarguðspjalls, þegar þær vom teknar upp í
Matteusarguðspjall og Lúkasarguðspjall, og sáu þar áhrif munnlegrar
notkunar í trúfræðslu og predikun. Af þessu ályktuðu þeir, að hliðstæðar
breytingar hefðu átt sér stað í 30 ára munnlegri hefð fyrir ritun
Markúsarguðspjalls og ræðuheimildarinnar um árið 60 eftir Krists burð.
Brautryðjendur í þessu rannsóknarstarfi vora einkum þrír þýzkir
guðfræðingar.
Fyrst skal nefhdur þýzki guðfræðingurinn K. L. Schmidt (d. 1956),
sem í riti sínu Der Rahmen der Geschichte Jesu frá 1919 sýndi fram á, að
efni Markúsarguðspjalls væri sjálfstæðar smáeiningar tengdar á einfaldan
hátt í tíma landfræðilega eða efnislega og á stöku stað væri skotið inn
stuttum samantektum kringumstæðna. Undantekning frá þessu reyndist
píslarsagan, sem er samfelld lengri frásaga. Samantektimar mynduðu
ramma framsetningarinnar og sýndu guðfræðilega afstöðu
guðspjallamannsins. Efni guðspjallanna hefði verið varðveitt, og flutt og
skráð, af því að það hafði þýðingu fyrir trú og líf safnaðarins og
endurspeglaði heimfærslu þess á líf safnaðarins og þar með hefði það
gegnt ákveðnu hlutverki í lífí hans. Annar brautryðjanda
formgreiningarinnar var Martin Dibelius (d. 1947), prófessor í
nýjatestamentisfræðum við háskólann í Heidelberg. í riti sínu Die
Formgeschichte des Evangeliums frá 1919 greindi hann efhi
guðspjallanna með formum, sem þekkt vora úr hellenistískum
bókmenntum samtíðarinnar. Hann gerði ráð fyrir því, að predikun í
guðsþjónustu framkirkjunnar væri sá vettvangur, sem efnið hefði haft
hlutverk sitt í, varðveizt og mótazt. Þetta flokkunarkerfi náði ekki yfir allt
efni guðspjallanna. Þriðji og áhrifamestur þessar brautryðjenda var áður
nefndur Rudolf Bultmann, lútherskur prófessor við háskólann í Marburg.
Hann tók sér fyrir hendur í ritinu Die Geschichte der synoptischen
Tradition frá 1921 að flokka allt eftii samstofna guðspjallanna og bjó til
flokkunarkerfi úr efninu sjálfu, þar sem ekki var til flokkunarhugtak
fyrir. Þetta flokkunarkerfi Bultmanns hefur reynzt nothæft og er notað
enn í dag, að vísu með ýmsum leiðréttingum og stundum með öðram
heitum. En eins og áður hefur verið bent á hafa form í opinberunarritum
Gyðinga og ritum rabbina í mörgum tilfellum reynst nærtækari við
formgreiningu efnis guðspjallanna. Bultmann gekk út frá því, að efnið
hefði varðveizt vegna þarfa framsafnaðarins. Þá taldi hann, að
framsöfnuðurinn hefði ekki haft áhuga á hinum sagnfræðilega Jesú, og
var mjög gagnrýninn á sannleiksgildi ýmissa frásagna guðspjallanna. Þau
100