Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 119

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 119
Spumingar um hefð og frelsi sýndi. Hann var rekinn fyrir að leiða fram biblíutexta sem bannaðir vom og halda fram ábyrgð kristins manns á velferð náunga síns, sem þó er eitt höfuðþema spámanna, guðspjallamanna og postula. Uppeldi bama og unglinga í hreyfingum af þessu tagi stefnir að því að brjóta niður persónuleikann til þess að gera einstaklinginn auðsveipan undir hið viðurkennda kenningakerfi. Hætt er við að margir þeirra unglinga — andlit þeirra vom sýnd í kennslustund, hrædd augu — eigi eftir að þurfa meðferðar við á fullorðinsámm, þegar sálræn vandamál taka að spretta af andlegu ofbeldi í æsku.2^ — Hliðstæður um afnám frelsisins em margar í kirkjusögunni, eins og áður sagði. Eina þeirra hefur Dostojefskí klætt skáldlegum búningi í dæmisögunni um Krist og rannsóknardómarann í Bræðrunum Karamazov.2^ Tveir bræður ræða saman, og greinir annar, sem er rithöfundur, bróður sínum frá skáldverki sem hann ætlar að semja: Það skeði kringum árið 1500 í Sevilla á Spáni að Kristur birtist meðal mannanna og vakti litla stúlku upp frá dauðum. Þá birtist rannsóknardómarinn og lét varðsveit sína taka Krist höndum. í dýflissunni vill hann ræða við Krist, en Kristur þegir. Hin langa ræða kardínálans er uppgjör milli frelsisins og valdsins, hvemig fólkið velur valdið og hafnar Kristi og frelsinu. Fólkið vill ekki frelsið, það vill brauð, segir rannsóknardómarinn. Ekkert er til sem veldur mönnunum meiri kvölum en samviskufrelsið. Enginn getur staðið einn, án annars en hins frjálsa vals. Menn skulu því lúta í blindni, jafnvel þótt það stríði gegn samvisku þeirra. Kristur horfír á kardínálann þögull, rannsakandi augum. Og hann dæmir Krist til dauða. Fátt veitir betri innsýn í frelsi fagnaðarerindisins, sem hér hefur verið til umræðu, en þetta verk, sem er mesta snilldarverk kristinna nútímabókmennta. 23 Eftir að ég lauk við greinina birtist í Kristilegt Dagblad (4.11.87) frétt ffá Svíþjóð („Fra fremgangsteologi til psykiatrisk hjælp“): Sænska kirkjan stofnaði hjálparmiðstöð s.l. sumar. Hafa 50 fyrrverandi nemendur í biblíuskóla hreyfingarinnar „Orð lífsins" þurft á geðrænni aðstoð að halda. Var um að ræða ungt fólk sem beðið hafði sálrænt skipbrot. Níu U'unduhlutar þeirra sem leituðu hjálpar höfðu íhugað sjálfsmorð, segir í fréttinni. 24 Séra Gunnar Ámason þýddi Bræðuma Karamazov, en hluti handritsins týndist hjá útgefanda, og ekki varð af útgáfu. Þetta stórvirki séra Gunnars sýnir áhuga hans og skilning á bókmenntum sem verkefni guðfræðilegrar rýni, hann var þannig langt á undan sínum tíma. Stefna þessi komst á veg í Bandaríkjunum fyrir fjórum áratugum, og síðan í Evrópu. Það var að vísu fyrr sem E. Thumeysen leiddi Dostojefskí til öndvegis í díalektísku guðfræðinni, en þaðan varð hann að víkja síðar. — Þorsteinn Gíslason gerði stytta þýðingu á kaflanum um Krist og rannsóknardómarann/„Kristur í Sevillu“) í Sögum frá ýmsum löndum, I. bindi, Rvflc 1932, bls. 97-115. Áslaug Agnarsdóttir, cand. mag., benti mér á þá þýðingu, og kann ég henni þakkir fyrir. — Enginn skyldi ætla að dæmisaga Dostojefsla's um Krist og rannsóknardómarann eigi við rómversk- kaþólsku kirkjuna sérstaklega. Hún vill á okkar öld komast hjá skoðanakúgun og leyfa frelsi, þótt vandi hennar sé sá að sameina kennivald og frelsi. Dæmisagan beinist að okkur öllum, minnir á grundvallarþátt um kristinn mannsskilning. 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.