Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 129

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 129
Sérkenni kristindómsins IV GUÐLEGA LÍFIÐ VERKANDI í HEIMINUM Nú liggur fyrir að athuga kristindóminn sem hið guðlega líf verkandi í heiminum. I undanförnu máli hefur verið rætt um kristíndóminn sem líf frá Guði, eins og það horfir við með tilliti til afstöðu mannsins sem einstaklings eða heildar gagnvart Guði. Hér munum vér snúa oss að því, hvernig þetta sama líf verkar í einstaklingnum til sköpunar nýrrar skapgerðar, og í félagsheildinni tíl ummyndunar á samskiptum mannsins. Því hefur stundum verið haldið fram, bæði fyrr (Epikúrear, Stóíkar) og síðar (Pósitívismi, húmanismi), að trú og siðgæði séu hvort öðru óháð, og með nokkrum sanni, þar sem reynslan sýnir, að í nafni trúar hafa oft verið framin hin siðlausustu verk, en menn hafa hins vegar náð allhátt í siðgæði, án þess að þeir hafi játað nein viðurkennd trúarbrögð. En þetta stafar af því, að það, sem kallað er trú eða siðgæði er annað hvort eða hvort tveggja á lægra stígi en í hugsjón kristindómsins, eins og hana er að finna af boðskap Jesú. Aður hefur verið gerð grein fyrir því hvað trú er samkvæmt boðskap Jesú, og getur sú trú aldrei verið hvöt til ósiðlegra verka, heldur miklu fremur er grundvöllur hennar og hins æðsta siðgæðis sameiginlegur: kærleiksríkt samlíf við himneska föðurinn, fyrir þekkingu vilja hans og persónulega reynslu kærleika hans. Stanley Jones greinir frá því, að greindur Hindúi hafi gert þennan samanburð á kristindómnum og hinum indversku trúarbrögðum:' „Hindúatrú er Guð án siðgæðis; Búddhatrú er siðgæði án Guðs; Kristindómurinn er Guð með siðgæði” (Christ of the Mount, bls. 38). Þetta er rétt lýsing. í kristindómnum, eins og hann birtist í boðskap Krists, er þekkingin á Guði og tilverunni, samlífið við Guð og siðgæði einstaklingins út af fyrir sig og í félagsheildinni óaðgreinanlega tengt hvað öðru. Lífið frá Guði, sem er kjarni trúarinnar, hlýtur að verka í daglega lífinu, í heiminum, einstaklingnum og félagsheildinni til þroskunar. „Ef einhver segir: ég elska Guð, og hatar bróður sinn, sá er lygari”. „Hver, sem er stöðugur í honum, syndgar ekki” (I. Jóh. 4,20, 3,6). Þessi orð taka djúpt í árinni, en eru þó rökrétt, séu þau tekin bókstaflega. En nær hinu raunverulega ástandi mun vera að segja, að að sama skapi, sem maðurinn lærir að lifa í samlífi við Guð, og láta allt líf sitt verða líf frá honum, því nær er hann því takmarki, að forðast synd bæði gagnvart sjálfum sér og meðbræðrum sínum, eða m.ö.o. lifa siðgóðu lífi. Kristindómurinn er samfelld heild, þar sem hvað leiðir rökrétt af öðru: þekking, guðssamfélag og bræðrasamfélag, því hann er í innsta eðli sínu líf, nært af hinum kærleiksríka föður allífsins. „Það, sem hér er um að ræða er andsvar, meir eða minna fullnægjandi, ríkulegra eða fátæklegra, betra eða lakara, við þeim siðferðilegu og andlegu rökum, sem eru heildareinkenni umfiverfis vors — það er, þegar á allt er litið, andsvar við hinum guðlega huga, „sem öll góð gjöf er komin frá”. Öll góðsemi er afleidd og aðfengin — að vera viss um þetta er líf-æð 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.