Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 21

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 21
Sérkenni kristindómsins telja að uppruna þessa heitis sé að leita í Daníelsbók 7,13, þar sem talað er um mannssoninn, sem kemur í skýjum himinsins. Hefur það verið sett í samband við austræna trú um að „frummaðurinn” muni koma aftur í mannssonarlíki á hinum síðustu dögum og innleiða sæluástand eins og verið hafi í upphafi (Weinel: Theologie, bls. 30). Er þá litið á orðið mannssonur sem tegundarheiti, er tákni manninn eins og hann er í frumeðli sínu, guðum líkur. í svipaða átt gengur sú skýring, að orðið tákni sama sem maður yfirleitt: mannsbarn. Byggist sú skýring á arameiskri málvenju, þar sem algengt er að mynda tegundarheiti á þann hátt. En ógerlegt reynist að samræma þann skilning orðsins við notkun orðsins í munni Jesú. Auk þess hefur hinn merki enski biblíuþýðandi Moffatt bent á, að sé mannssonarummælunum snúið á arameisku, þá verði orðið sem tegundarheiti oft óeðlilegt, og engin meining verði fengin út úr því önnur en sú, að það tákni hinn fyrirheitna Messías Gyðingaþjóðar- innar (Moffatt, bls. 155). Er þá komið að þeirri merkingu orðsins, sem flestum mun koma saman um, að það hafi haft í munni Jesú. Margt bendir til þess. Þegar í Damels- bók er það af mörgum talið tákna Messías enda þótt sumir telji það þar eiga við Gyðingaþjóðina. Enn augljósari er Messíasarmerkingin í 1. Enoksbók og 4. Esrabók, þar sem orðið er einnig notað. Jesús hefur tekið heitið úr hinum þekktu ummælum í Daníelsbók. Hann hefur tekið það sem Messíasarheiti, til að tákna með því, hver hann væri. Enn hafa menn bent á þessu til andmæla: að Jesús hafi ekki getað notað heitið um sig í þeirri merkingu, fyrr en eftir að hann lét í ljós fyrir lærisveinum sínum, hver hann væri (Mk. 8,27nn). Annars væri spurning hans til lærisveinanna óskiljanleg. En á móti því hefur aftur verið bent á hitt, að sé gengið út frá Markúsarguðspjalli sem frumheimild þá leysist vandamálið með því, að orðið hafi slæðst inn í meðferð guðspjallsritarans á þeim tveim stöðum, þar sem það kemur fyrir framar í guðspjallinu, en hafi þar ekki verið notað af Jesú, eða frásögurnar hafi færst til, eins og ganga má út frá að verið hafi í hinum guðspjöllunum, sem ekki gæta réttrar tímaraðar í frásögn sinni (Weinel, Theologie, bls. 198, S.P.S. bls. 213). Mackingtosh bendir á, að orðið sé oftast notað undir lok guð- spjallanna, og setur það ennfremur í samband við hugboð Jesú um nálægan dauða sinn (J.Chr. bls. 21). Og víst er það, að þar sem Jesús segir fyrir nálægan dauða sinn, þar notar hann alltaf orðið mannssonur (Mk. 8,31, 9,31, 10,33.45). Við hina gömlu hugmynd Daníelsbókar um hinn komandi mannsson bætir hann hugmyndinni um hinn líðandi mannsson, með hliðsjón af Jesaja 53, um hinn líðandi þjón Jahve, og um hinn starfandi mannsson. Orðið fær þannig nýja og aukna merkingu í munni Jesú. b) Guðssonur Annað heiti, sem vér finnum í guðspjöllunum og Jesús notaði um sjálfan sig, er sonurinn eða sonur Guðs. Aðeins á tveim stöðum notar Jesús orðið beint um sjálfan sig: Markúsarguðspjall 13,32 og hliðst. og Matteusar- L 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.