Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 84
Bjöm Magnússon
(Ró. 5,10: „vér verðum í sátt teknir”, katallagentes, 11,28). Að um
óvináttu eða reiði sé að ræða sýnir enn fremur kenning Páls um
friðþœginguna, en þannig nefnir hann fyrirgefning Guðs með sérstöku
tilliti til þátttöku Krists í henni með dauða sínum. Guð gat ekki fengið
réttlæti sínu, sem misboðið hafði verið með syndinni, fullnægt með öðru
móti en því að einhver liði hegningu fyrir það. Hefði maðurinn orðið að
líða þá hegningu sjálfur, var hann eilíflega glataður (Ró. 8,3nn; Kól.
2,14). En það gat ekki samrýmst kærleika Guðs. Því gaf hann son sinn,
framseldi hann sem fórn fyrir syndir mannanna (Ró. 4,25: 5,6nn). Og
friðþægingin og fullnægjugjörðin í stað mannanna kemur fram í orðunum
um náðarstólinn (hilasterion), sem minnir á friðþægingarfórn Gyðinga í
musterinu (Ró. 3,25). En það var með frjálsum vilja Krists, því hann
elskaði mennina og lagði sjáfan sig í sölumar fyrir þá (Gal. 2,20, sbr. Ef.
5,2). I því kemur fram endurlausnin, hin siðferðilegu áhrif sem dauði
Krists hafði á mennina. Með dauða sínum fullnægði Kristur ekki aðeins
réttlæti Guðs, heldur leysti einnig mennina undan valdi syndarinnar, og
afleiðinga hennar: dauðans, (Ró. 6,17n, 22n). Þetta gerði hann á þann
hátt, að með því að ganga í dauðann, í líkingu syndugs holds, þá gaf hann
Guði færi á að fyrirdæma syndina í holdinu, svo að hún hafði ekkert vald
framar yfir þeim, sem tilheyrðu Jesú Kristi (Ró. 8,1-4). Kristur varð
þannig upphaf nýs mannkyns, hinn annar Adam, en sá var munur á
honum og hinum gamla Adam, að frá hinum fyrri stafaði dauði til allra
vegna misgjörðar hans, en frá hinum síðari streymdi náðargjöf til
sýknunar fyrir marga (Ró. 5,15nn).
Kenning Páls um réttlætinguna stendur langt að baki boðskap Jesú um
fyrirgefningu Guðs, eins og síðar mun sýnt verða. Hann er hálfur í
hugsunarheimi Gyðingsins, og allt orðalag hans er mótað af því, en hins
vegar hefur hann hina dásamlegu reynslu, að Kristur hefur ekki aðeins
fullvissað mennina um náð Guðs og fyrirgefningu, heldur hefur hann
leyst hann sjálfan frá allri bölvun lögmálsins, gert hann að frjálsu
guðsbarni (Gal. 5,1; 4,5nn). En einmitt það, að Páll skyldi ekki geta losað
sig við hið gyðinglega orðalag, enda þótt hann væri í rauninni vaxinn upp
úr því sjálfur, það hefur reynst kristninni harla örlagaríkt. Því að síðari
tímar byggðu á orðum Páls, en vantaði hina innri reynslu hans, og
næmleika til að skilja hana. Því varð öll kenning kirkjunnar um
fyrirgefningu Guðs ekki aðeins bundin við orðalag Páls, heldur hélst í
henni margt það, sem í rauninni var enn fjær boðskap Jesú en kenning
Páls, eins og nú mun sýnt verða.
2. Það er annars ekki áhlaupaverk að lýsa í stuttu máli kenningum
kirkjunnar um fyrirgefningu Guðs eða það, sem sett hefur verið þar í
staðinn. Mikið af því eru hárnákvæm heilabrot um það, hvernig
réttlætingin, sem Kristur afrekaði með dauða sínum, geti komið mönnum
að liði, hvort hún tileinkist þeim sem „inspirata” (Ágústínus), eða „infusa”
og „informata” („habítus”— kenning skólaspekinga) eða „imputata”
(lúthersk orthodoxia), og er slíkt svo fjarri einfaldleik fagnaðarerindis
Jesú, að það er hinum eiginlega kristindómi í rauninni með öllu
82