Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 34

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 34
Bjöm Magnússon 4. Kristur í kenningu mótmælenda Ekki er hægt að segja, að um auðugan garð sé að gresja um endurnýjaðan skilning á Kristi, þegar kemur til siðaskiptamannanna eða rétttrúnaðarins. Lúther er þar að vísu frumlegastur, sérstaklega í því, að hann bendir á, að ekki tjái neitt heilabrot um guðlegt og mannlegt eðli Krists, heldur sé það verk Krists, sem máli skiptir. Þess vegna er það hinn sögulegi Kristur, sem framkvæmt hefur hjálpræðisverk Guðs, sem hann telur skipta máli. „Að hann er að eðli til maður og Guð, það hefur hann fyrir sig, en að hann hefur látið verk sitt snúast um það og úthellt elsku sinni sem frelsari minn og endurlausnari, það er orðið mér til huggunar og heilla, það varðar mig vegna þess, að hann vill leysa fólk sitt frá syndum þess.” Þrátt fyrir þetta heldur Lúther þó fyllilega hinum gömlu hugmyndum kirkjunnar, þar sem honum þykir máli skipta að taka þær fram. Guð og endurlausnari renna saman í eitt í endurlausnarverkinu. Hann finnur enga ástæðu til að umskapa kristfræði fornkirkjunnar. Þetta sést glöggt á því eina atriði, sem er nýtt í kristfræði Lúthers: kenningunni um allsstaðarnálægð líkama Krists í sakramentinu, sem hann setti fram í deilum sínum um altarissakramentið. Hún er alveg í anda hinnar kirkjulegu kristfræði. Alveg hið sama er að segja um kristfræði Augsborgarjátningarinnar (3. grein). í kenningu Calvins er ekki heldur að finna neina frumlega kristsmynd. Hann heldur fram einstrengingslegri tvíeðliskenningu, þannig að tilvera Logosar er alveg óbundin hinu mannlega eðli. Hinn lútherski réttrúnaður hefur alveg horfið frá skoðun Lúthers um fánýti allra kristfræðilegra heilabrota, og byggir upp nýja „kenósiskenn- ingu” í framhaldi af Kalkedonkristfræðinni. Til grundvallar eru lögð orðin í Filippíbréfinu 2,7, en skýrð með því, að bæði eðlin, hið guðlega og hið mannlega, geti samlagast hvort öðru (sbr. Kól. 2,9) (Communi- catio idiomatum). I ýtrustu mynd sinni heldur sú skoðun því fram, að Kristur, hin guðlega vera, sem gerst hafi maður, hafi verið sér með- vitandi um guðdóm sinn og fortilveru. Af þessu stutta yfirliti sést, að enn eru hugmyndir manna um Krist bundnar í þau form ófrjórra heilabrota, sem þær steingerðust í á fyrstu öldunum eftir dauða Krists. Það er því engin furða, að með upplýsingar- stefnu þeirri, sem hófst á seinni hluta 18. aldar, tæki þessum kenningum að hnigna, þar sem frjáls hugsun fékk að koma nærri því að gagnrýna sannindi trúarinnar. Því að enda þótt nokkrir sértrúarflokkar gerðu tilraun til að móta nýja kristsmynd eftir frásögum Nýja testamentisins, (Socinianar, Armininga) þá urðu það ekki þeir, heldur hin almenna upplýsingarstefna, sem veldur henni falli meðal margra hugsandi manna. Hún leit fyrst og fremst á Krist sem mann, siðgæðisfrömuð og kærleiks- boðbera. Hin gamla hugarsmíð fornkirkjunnar hafði ekki lengur við þau rök að styðjast, sem skópu hana í upphafi. Hún féll af sjálfu sér, þegar sá hugarheimur var fallinn, sem hélt henni uppi. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.