Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 108
Bjöm Magnússon
svipaðan hátt grein fyrir þeim stöðum, þar sem sérstaklega er talað um
anda Krists, því að hvort tveggja verða samræmd, og er þrenningar-
kenningin tilraun til þess.
b) Andi Krists
Ekki verður bent á bein ummæli um það í samstofna guðspjöllunum, að
hinn heilagi andi sé andi Krists. Þó má skilja það af nokkrum stöðum, að
hinn heilagi andi Guðs hafi verkað gegnum hann. Hér skal það nefnt, að
Jesús segir í deilu sinni við Faríseana um brottrekstur illu andanna: „Ef ég
rek illu andana út með fulltingi Guðs anda, þá er guðsríki komið yfir
yður” (Mt. 12,28). Hér beitir hann þeirri röksemd, að Guðs andi veiti sér
fulltingi. Svipað felst í orðunum úr Jesaja 61, sem hann heimfærir um sig:
„Andi drottins er yfir mér” (Lk. 4,18). Þá má minna á orð skírarans, að
hann muni skíra með heilögum anda og eldi (Mk. 1,8 & hliðst, sbr. Post.
1,5). Hér má svo að lokum telja orðin um kraftinn frá hæðum, sem Jesús
lofar að senda lærisveinunum, því að höfundur Lúkasarguðspjalls og
Postulasögunnar skoðar þau vafalaust sem loforð um sendingu andans,
sem hann segir frá í Post. 2, eins og sést best á því, að þar sem hann segir
frá sama viðburði í Post. 1, talar hann einmitt um að þeir muni verða
skírðir með heilögum anda, og öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir
þá (vv. 5. og 8).
Þetta kemur miklu skýrar í ljós í öðrum orðum Postulasögunnar. Það
er sagt, að Guð hafi smurt hann með heilögum anda og krafti (10,38).
Það er talað beint um anda drottins (5,9, 8,39), en sem kunnugt er þýðir
drottinn á máli Lúkasar =Kristur. Þá er í 13,2 og 4 sagt frá því að
heilagur andi hafi tekið frá þá Barnabas og Sál og sent út, og í 21,4 vara
menn hann fyrir áhrif andans við að fara inn í Jerúsalem. En í 16,7 er
sagt, að andi Jesú leyfði þeim ekki að fara eftir áætlun sinni, og í 22,17nn.
skýrir Páll frá því, að Jesús hafi sent sig til heiðingjanna. Öll líkindi eru
til, að hér hafi andi Krists alls staðar verið að verki, eftir skoðun
höfundarins.
Páll talar berum orðum um anda Krists, sem sé í mönnunum, og Guð
hafi sent í hjörtu þeirra (Ró. 8,9, þar sem hann segir í sömu andránni að
andi Guðs búi í lesendunum sbr. v.ll, Gal 4,6, II.Kor. 3,17, Fil. 1,19).
Og hann gengur enn lengra og segir: „En drottinn er andinn” (II.Kor.
3,17, sbr. I.Kor. 15,45). Þó má ekki taka þessi orð svo bókstaflega, að
Páll geri engan greinarmun á drottni Jesú Kristi og andanum, því að í
sömu andránni talar hann um anda Krists, eins og hann talar líka á víxl
um andann sem sendan af Guði eða Kristi (sbr. Weinel: Theologie, bls.
268n).
Þessi samruni er lengra kominn í Jóhannesarguðspjalli. Auk þess sem
áður var getið, að í köflunum um huggarann talar Jesús um að hann muni
senda andann, og segir beint: „Ég kem til yðar” þá er sagt að andinn hafi
ekki getað komið, meðan Jesús var ekki enn dýrðlegur orðinn (7,39).
Einnig er getið um það, að Jesús hafi eftir upprisuna gefið
106