Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 108

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 108
Bjöm Magnússon svipaðan hátt grein fyrir þeim stöðum, þar sem sérstaklega er talað um anda Krists, því að hvort tveggja verða samræmd, og er þrenningar- kenningin tilraun til þess. b) Andi Krists Ekki verður bent á bein ummæli um það í samstofna guðspjöllunum, að hinn heilagi andi sé andi Krists. Þó má skilja það af nokkrum stöðum, að hinn heilagi andi Guðs hafi verkað gegnum hann. Hér skal það nefnt, að Jesús segir í deilu sinni við Faríseana um brottrekstur illu andanna: „Ef ég rek illu andana út með fulltingi Guðs anda, þá er guðsríki komið yfir yður” (Mt. 12,28). Hér beitir hann þeirri röksemd, að Guðs andi veiti sér fulltingi. Svipað felst í orðunum úr Jesaja 61, sem hann heimfærir um sig: „Andi drottins er yfir mér” (Lk. 4,18). Þá má minna á orð skírarans, að hann muni skíra með heilögum anda og eldi (Mk. 1,8 & hliðst, sbr. Post. 1,5). Hér má svo að lokum telja orðin um kraftinn frá hæðum, sem Jesús lofar að senda lærisveinunum, því að höfundur Lúkasarguðspjalls og Postulasögunnar skoðar þau vafalaust sem loforð um sendingu andans, sem hann segir frá í Post. 2, eins og sést best á því, að þar sem hann segir frá sama viðburði í Post. 1, talar hann einmitt um að þeir muni verða skírðir með heilögum anda, og öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir þá (vv. 5. og 8). Þetta kemur miklu skýrar í ljós í öðrum orðum Postulasögunnar. Það er sagt, að Guð hafi smurt hann með heilögum anda og krafti (10,38). Það er talað beint um anda drottins (5,9, 8,39), en sem kunnugt er þýðir drottinn á máli Lúkasar =Kristur. Þá er í 13,2 og 4 sagt frá því að heilagur andi hafi tekið frá þá Barnabas og Sál og sent út, og í 21,4 vara menn hann fyrir áhrif andans við að fara inn í Jerúsalem. En í 16,7 er sagt, að andi Jesú leyfði þeim ekki að fara eftir áætlun sinni, og í 22,17nn. skýrir Páll frá því, að Jesús hafi sent sig til heiðingjanna. Öll líkindi eru til, að hér hafi andi Krists alls staðar verið að verki, eftir skoðun höfundarins. Páll talar berum orðum um anda Krists, sem sé í mönnunum, og Guð hafi sent í hjörtu þeirra (Ró. 8,9, þar sem hann segir í sömu andránni að andi Guðs búi í lesendunum sbr. v.ll, Gal 4,6, II.Kor. 3,17, Fil. 1,19). Og hann gengur enn lengra og segir: „En drottinn er andinn” (II.Kor. 3,17, sbr. I.Kor. 15,45). Þó má ekki taka þessi orð svo bókstaflega, að Páll geri engan greinarmun á drottni Jesú Kristi og andanum, því að í sömu andránni talar hann um anda Krists, eins og hann talar líka á víxl um andann sem sendan af Guði eða Kristi (sbr. Weinel: Theologie, bls. 268n). Þessi samruni er lengra kominn í Jóhannesarguðspjalli. Auk þess sem áður var getið, að í köflunum um huggarann talar Jesús um að hann muni senda andann, og segir beint: „Ég kem til yðar” þá er sagt að andinn hafi ekki getað komið, meðan Jesús var ekki enn dýrðlegur orðinn (7,39). Einnig er getið um það, að Jesús hafi eftir upprisuna gefið 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.