Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 174

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 174
Bjöm Magnússon vekja skilning þess á sambandi guðssamfélagsins og kærleikans til annarra, æfa það í þjónustusemi og bræðralagsanda, efla það í hreinskilni, sannleiksást og óeigingjörnum kærleika. Til alls þessa gefast margvísleg tilefni af frásögum Nýja testamentisins og kenningu Jesú. Bæði reynsla og heilbrigð skynsemi sanna, að þessi aðferð, sem leggur jafna áherslu á alla þrjá höfðuþætti kristindómsins, er ávaxtaríkari um alhliða kristilegan þroska en sú, sem lagði mesta áherslu á fræðilegt nám trúfræðilegra kenninga, sem auk þess var jafnaðarlegast fólgið í utanbókarlærdómi, með misjafnlega mikilli tryggingu fyrir því, að börnin skildu það, sem þau lærðu. Með framförum barnasálarfræðinnar hefur mönnum opnast betri skilningur á því, hvaða námsefni er við barna hæfi. Leiðir hún í ljós, að sé rétt með farið, er megininnihald kristindómsins efni, sem börnunum er auðvelt að tileinka sér, smátt og smátt í meiri dýpt og fyllingu, enda sagði meistarinn, að slíkra væri guðsríkið (Sbr. Pfennigsdorf: Praktische Theologie, bls. 282nn). Hér varðar mestu, að tekið sé fullt tillit til hinna sérstöku þarfa barnsins og vaxandi þroska þess, og að kristindómurinn sé boðaður í öllum einfaldleik sínum, laus við allar trúfræðilegar og heimspekilegar umbúðir. Það sem hefur verið sagt hér að framan um afskipti kirkjunnar af kristindómsboðun meðal barna hefur helst verið miðað við fermingar- undirbúninginn, sem að vísu er svo ranglega nefndur, þar sem það, er mestu varðar, er ekki fermingarathöfnin, þótt hún með réttum undir- búningi og smekklega framkvæmd geti haft mikið og varanlegt gildi, heldur það veganesti fyrir lífið, sem barninu er fengið í kristindómnum. Starf prestsins á þar að fullkomna það góða verk sem áður hefur unnið verið af heimilum og skólum. Það tekur við, þegar barnið hefur þroskað hæfileika sína til skilnings og sjálfstæðrar íhugunar, og á að hjálpa því til að mynda sér samræma lífsskoðun, byggða á faðerni Guðs og bróðerni manna. En auk þessa starfs, sem er skylduverk í öllum mótmælenda- löndum, reynir svo kirkjan að hafa áhrif á börnin fyrr á æfi þeirra, svo sem með barnaguðsþjónustum, sunnudagaskólum, húsvitjunum o.fl. Er slíkt starf oft nauðsynlegt, til þess að hjálpa til með starf heimila og skóla, og bæta úr því, ef því er ábótavant, eins og of mörg dæmi eru til. Er athugavert, hvort slík starfsemi geti ekki komið alveg í stað starfs skólanna, vitanlega með samvinnu við foreldra barnanna — þar sem þeir reynast óhæfir til kristindómskennslunnar, og hægt er að koma því við vegna strjábýlis. „Þar sem sunnudagaskólinn er það sem hann ætti að vera, gæti virst að engin önnur starfsemi í þessum tilgangi væri nauðsynleg fyrir kirkjuna” (Gladden, bls. 332). En gæta verður þess, að allt sé það starf vel við hæfi barnanna, og veldur hér sem endranær mestu, hver á heldur. Og svo er um alla kristindómsboðun til barna og unglinga, ekki síður en með prédikunarstarfsemina, að þar ríður á því, að allt sé í kærleika gjört. Börnin verða að læra að elska þann, sem þau eiga að læra af. Þau verða að finna hjá honum heilindi og sannleiksást, og aldrei má bera neitt framfyrir börnin, sem fræðarinn getur ekki lagt sig fram í, af lífi og sál. 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.