Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 20
Bjöm Magnússon
1) Hafði Jesús hugmynd um einstæða köllun sína?
Á því leikur varla nokkur vafi, að Jesús fann til einstæðrar köllunar
sinnar. „Hann hefur hvorki skort meðvitund um það, að hann flutti þjóð
sinni eitthvað alveg nýtt, né um hitt, að örlög þjóðar hans væru bundin
við hann” (Weinel: Theologie, bls. 18). Þegar hann ræðir um hin fornu
lögmálsboð, þá segir hann: „Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna
... En ég segi yður” (Mt. 5). Hann talaði um, að mannssonurinn hefði vald
til að fyrirgefa syndir (Mk.2,10). Ljóst er þetta og í orðunum: „Allt er
mér falið af föður mínum” (Mt. 11,27), þótt ekki sé minnt á þá mörgu
staði í Jóhannesarguðspjalli, sem ganga í sömu átt.
Þrátt fyrir þetta hefur Harnack komist að þeirri niðurstöðu, að „sonur-
inn á ekki heima í fagnaðarerindinu, eins og Jesús hefur boðað það,
heldur faðirinn einn” (Krd. bls. 109). Sumir fræðimenn hafa deilt mjög á
þessa skoðun. Skal hér aðeins bent á þessi ummæli: „Þannig er ekki of
ríkt að orði kveðið, að hann sjálfur, sem konungur, hafi smám saman
komið í stað ríkisins í kenningu sinni.” (Mack. J.Chr. bls. 31). Hér verður
ekki gert til fulls upp á milli þessara tveggja kenninga, enda mun nokkur
sannleikur í báðum, því að enda þótt finna megi orðum Harnacks stað,
þegar litið er til þeirrar kenningar Jesú, sem geymst hefur í orðum hans,
þá hefur þó persóna hans, hann sjálfur, orðið ríkastur í hugum lærisveina
hans, eins og glögglega kemur í ljós, þegar litið er til skoðana frum-
kristninnar á Kristi. „Hvað snertir vitnisbuð Jesú um sjálfan hann, þá er
hann undir öllum kringumstæðum nægur til að sýna fram á fánýti þess,
að segja eins og Bousset, að hann skipi sér eingöngu við hlið hins
stríðanda mannkyns, eða eins og Wellhausen, að hann skipi sér þar hvergi
miðreitis. Því fer svo fjarri, að nær er að segja, að hann hafi skipað sér
og fagnaðarerindinu í sama sess.” (Mack. J.Chr. bls. 34). Þessi orð eru
ofmælt, ef dæmt er út frá orðum Jesú í samstofna guðspjöllunum, en með
lífi sínu hefur hann skipað sér í þennan sess í vitund lærisveina sinna.
2) Hverjar voru hugmyndir Jesú um köllun hans?
Til þess að átta sig á því, hverjar hugmyndir Jesús hafði um köllun sína,
er auðveldast að athuga, hvernig hann talaði um sjálfan sig. Það kemur
fljótt í ljós við lestur guðspjallanna, að Jesús notaði um sig ýmis heiti, í
stað þess að tala beint í fyrstu persónu. Öll voru þessi heiti þekkt áður
meðal þjóðar hans, og má því nokkuð af þeim ráða, hvað Jesús vildi láta í
ljós með þeim um persónu sína.
a) Mannssonurinn
Það heiti, sem Jesús notar langoftast um sig í guðspjöllunum, er „manns-
sonurinn”. Þetta heiti kemur víða fyrir í öllum guðspjöllunum, og ein-
göngu í munni Jesú og um hann sjálfan (Sjá þó Mk. 2, 10 og 28. Af
sumun er dregið í efa að þar sé átt við Jesú sjálfan). Utan guðspjallanna
kemur það ekki víða fyrir (Post. 7,56, I. Kor. 15,28, Hebr. 2,6, Op. 1,13,
14,14, alls staðar nema á fyrsta staðnum tilvitnanir í G.t.). Fræðimenn