Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 10

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 10
Bjöm Magnússon Björn Magnússon var skipaður dósent við guðfræðideildina 1. október 19453 og prófessor 1. júní 1949. Hann fékk lausn frá embætti 1. júlí 1974.4 Kennslugreinar hans voru nýjatestamentisfræði (einkum ritskýring Jóhannesarritanna) og lengst af siðfræði og kennimannleg guðfræði. Eiginkona hans var Charlotte K. Jónsdóttir, fædd 6. júní 1905, dáin 3. september 1977. Dr. Björn naut virðingar og vinsælda sem kennari við guðfræði- deildina og hefur á sinn hógværa hátt haft mótandi áhrif á þann hluta íslensku prestastéttarinnar sem naut kennslu hans þá þrjá áratugi sem hann starfaði við guðfræðideildina. Einn samkennari hans við deildina hefur mælt fyrir munn margra samstarfsmanna hans og nemenda er hann komst þannig að orði um Björn sjötugan: „Engan mann hefi ég reynt af meira heillyndi og heiðarleika í starfi en hann.“5 Dr. Björn hefur verið afkastamikill fræðimaður á sviði guðfræði og ættfræði. Meðal ritverka hans má sérstaklega nefna orðalykla hans að Passíusálmunum,6 Nýja7 og Gamla testamentinu,8 en vinna að slíkum lyklum fyrir innreið tölvutækninnar var meira nákvæmnis- og þolinmæðisverk en flestir gera sér grein fyrir. Rit þessi eru ómetanleg hjálpartæki fyrir presta og aðra lesendur Biblíunnar og Passíusálmanna. Þá samdi hann merk skýringarrit á sviði nýjatestamentisfræða.9 Á sviði ættfræðinnar liggja eftir hann mikil verk.10 Greinagott yfirlit yfir boðskap kennimannsins Björns Magnússonar er að finna í predikanasafni hans Frá haustnóttum til hásumars.11 Þetta rit verðskuldar að mínu mati meiri athygli en ég tel að það hafi hlotið. Þar er boðskapurinn um hið bróðurlega tillit hinn rauði þráður sem gengur í gegnum ridð. Þar er það boðað að öll sönn elska til Guðs hljóti að birtast út á við sem elska til annarra manna. 3 Áður hafði hann verið settur dósent við guðfræðideild frá 1. apríl 1937 til 16. nóvember sama ár og ráðinn aukakennari við deildina 7. janúar 1938 til 31. ágúst sama ár. 4 Hann var loks ráðinn stundakennari frá 1. október til ársloka 1974 meðan ekki hafði verið skipað í stöðu hans. 3 Þórir Kr. Þórðarson prófessor í afmælisgrein um Bjöm í Morgunblaðinu 17. maí 1974. 6 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar með orðalykli eftir Bjöm Magnússon prófessor. Snæbjöm Jónsson, Rvk. 1950. 7 Orðalykill að Nýja testamentinu, Rvk. 1951. (545 s.) 8 Orðalykill að Gamla testamentinu. Rvk. 1976. (1092 s.) Þessi lykill hefur ekki verið gefinn út, en vélritað eintak af honum er í vörslu guðfræðideildar Háskóla íslands. 9 Má þar nefna ritið Þér eruð Ijós heimsins. Siðrœn viðhorf í Ijósi fjallrœðunnar. Akureyri 1944, Jóhannesarguðspjall: skýringar. Rvk. 1950 (Fjölrit, 194 s.) og Jóhannesarbréfin. Skýringar, Rvk. 1954 (Fjölrit, 126 s.). 10 Má þar einkum nefna Ættir síðupresta. Rvk. 1960 og Vestur-Skaftfellingar 1703- 1966,1-IV. Rvk. 1970 og nú síðast Mannanöfn á íslandi samkvœmt manntölum 1801 og 1845. Sundurliðuð tala þeirra eftir sýslum. Safn til Sögu Islands og íslenskra bók- mennta. 2. flokkur H4. íslenska bókmenntafélagið. Rvk. 1993. 11 Bjöm Magnússon, Frá hausmóttum til hásumars. Um nokkur meginatriði kristinnar kenningar. Æskan. Rvk. 1965 (199 s.) 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.