Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 31

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 31
Sérkenni kristindómsins fyrir guðlegan mátt; sigra fyrir nálægð hans og afskipti” (S.P.S, bls. 240). Þegar Jesús ræðir um dóminn, (Mt. 25 o.v) þá er ekki fullljóst, hvort hann telur sig munu dæma, eða ekki. Hann tala að vísu um að manns- sonurinn mundi dæma, en víðast, ef ekki alls staðar, mun mega líta á það sem líkingamál, sem Jesús notar, af því að það er samtíð hans kunnugt. Aftur er það engum vafa bundið, að í skilningi frumkristninnar á Jesú er allrík hugmyndin um nálæga endurkomu hans, til að dæma mennina. Hjá Páli virðist í fyrstu hafa verið rík trú á komu Krists að honum lif- andi, en síðar býst Páll ekki við að hann muni lifa hana. En allt um það telur hann drottin vera í nánd (I.Þess. 4,15, Fil. l,21n, 4,5). í almennu bréfunum er enn lifandi vonin um nálæga komu Krists, en þó sést þar vottur þess, að mönnum þótti dragast, að Kristur birtist, og fundu ástæðu til að skýra það með því, að enginn tími væri langur fyrir Guði (II. Pét. 3,4nn). Bak við þessar hugmyndir felst sú skoðun, sem þegar hefur verið minnst á, að Kristur væri upphafinn til dýrðar, og að hann ætti þátt með Guði í stjórn heimsrásarinnar. Fylgjendur hans hafa þannig, á máli algengra hugmynda þeirrar tíðar, gert sér grein fyrir þessari trú sinni á framhaldandi starf hins einstæða guðssonar, sem lifað hafði og starfað meðal þeirra í persónu Jesú frá Nasaret. 3. Kristfræði fornkirkjunnar og miðaldanna Það yrði of langt mál í þessari ritgerð, að skýra nákvæmlega frá öllum hinum kristfræðilegu deilum, sem átt hafa sér stað í kirkjunni frá önd- verðu til vorra daga. En nokkra höfuðdrætti má greina, til að sýna, í hverja átt þróunin gekk. Það má segja, að allar tilraunir manna til að skýra fyrir sér Krist hafi snúist um það, að reyna að samræma þá tvo höfuðþætti, er í persónu hans mættust: hina sögulegu staðreynd, að hann lifði og starfaði sem maður, og hitt, að hann var frá því fyrsta og jafnan í vitund lærisveina sinna meira en venjulegur maður. I þessari viðleitni má svo greina tvö meginatriði. Annars vegar tilraunir manna til að skýra sambandið milli Krists og Guðs,. hins vegar tilraunir til að skýra sam- bandið milli þess guðlega, sem í honum bjó og hins mannlega. 1) Samband Krists og Guðs Þegar kristnin tók að breiðast út meðal heiðinna þjóða, þá var eðlilegt, að sú skoðun, að Jesús væri Messías gyðingaþjóðarinnar, hyrfi með öllu. Hins vegar hélst sá meginkjarni þeirrar skoðunar, að Jesús væri guðlegur sendiboði, kominn til að frelsa mennina frá syndum þeirra. Þetta var þeim mun eðlilegra, sem trú á slíka guðlega meðalgangara var mjög algeng í samsteyputrúarbrögðum þeirra tíma. Er sagt, að öll þau nöfn, sem notuð voru um Krist, svo sem drottinn (kyrios), frelsari (sóter), 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.