Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 149

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 149
Sérkenni kristindómsins fyrir um hið kristilega siðgæði, nema með fáum meginreglum. Hitt er fjarstætt anda Krists, að ætla sér að gefa algildar reglur um hegðun manna í hverju tilfelli lífsins, og því fjarstæðara, að hengja sig í bókstaf orða hans til að draga út af þeim algild siðaboð um einstök svið lífsins, eins og t.d. af orðum hans um eiðinn og um hjónabandið. f öllum slíkum tilfellum er það hið nýja gildismat, sem verður að koma til greina, eða með gömlu orðalagi: samviska kristins manns, upplýst af Guðs orði. En þar veltur allt á, að það sé andinn, sem ræður. Þrátt fyrir þetta framansagða skal þó minnst hér á fáein svið lífsins, þar sem hið nýja gildismat verkar greinilega, og Jesús ræddi sérstaklega um. Á sviði hinna efnislegu verðmæta hefur það tvöföld áhrif. Annars vegar sýnir það fánýti auðsöfnunar sem takmarks í sjálfu sér. „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.” Það dregur manninn frá Guði. „Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.” „Enginn getur þjónað tveim herrum.” Heimskingi er sá, sem safnar í kornhlöður, alltaf meiru og meiru. Ef auðæfin standa í vegi fyrir uppfyllingu guðsviljans, þá ber að segja skilið við þau, og hagnýta þau öðrum til bjargar. „Hversu torvelt er fyrir þann, sem treystir auðæfunum, að ganga inn í guðsríkið.” Sál þess manns er skipt, hann er bundinn af hinu lægra eðli sínu, ófrjáls gagnvart heimsdrottnum auðæfanna. Hins vegar sýnir hið nýja gildismat, að heimsgæðin eru ekki heldur ill í sjálfum sér. Þau geta verið hjálp til að nálgast Guð, með því að gefa manninum tækifæri til að þroska anda sinp, og láta gott af sér leiða meðal annarra manna. Þau eru gjöf Guðs, sem hann hefur ætlað manninum að ávaxta og vaxa af að fara með. „Gjafir lífsins, hlutverk þess, kröfur þess, gleði þess geta aldrei orðið verkefni kristilegrar siðfræði fyrr en vér höfum æft oss í að líta á þau, ekki sem eitthvað sem kemur í stað hins kristilega lífs, heldur sem efnivið þess og tækifæri” (Barry, bls. 160). Jesús var ekki meinlætamaður, og er það í samræmi við þetta mat á gildi auðæfanna. Þegar þessar tvær hliðar á mati heimsgæðanna eru dregnar saman í eitt, verður niðurstaðan: Heimsgæðin hafa gildi, að því leyti sem þau stuðla að sönnum þroska mannsins og hjálpa honum til að komast nær Guði í þjónandi kærleika, en geta verið hættuleg, ef maðurinn lætur þau fá vald yfir sér, í stað þess að hagnýta þau í þágu hins góða. Á sviðum metorða og valda kemur enn skýrar í ljós sá munur, sem er á milli hins ókristna gildismats heimsins og hins nýja gildismats guðs- ríkisins. Metorð eru eftir mati Krists einskisvirði í guðsríkinu, eða eins og hann orðar það: „Sá sem mestur er meðal yðar, verði eins og hinn yngsti, og foringinn eins og sá, er þjónar” (Lk. 22,26). „Sérhver, sem upphefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, en sá, sem niðurlægir sjálfan sig, mun upphafinn verða” (Lk. 18,14, sbr. 14,7-11). „Þér skuluð ekki láta kalla yður „rabbí”, því að einn er yðar meisari, en þér eruð allir bræður ... Eigi skuluð þér heldur láta yður leiðtoga kalla, því að einn er leiðtogi yðar, hinn smurði” (Mt. 23,8, 10). Þessi síðasta setning er talin viðbót Matteusar, og sýnir þá byrjandi vott misskilnings á þessum orðum 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.