Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 52

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 52
Bjöm Magnússon mannanna þyrðu ekki að bera fram nafn hins hæsta; en þar sem kærleikur hans ekki verkar, þar er hann ekki, — jafnvel þótt lof hans væri sungið í hinum fegurstu lofsöngvum” (Aulén, 136). Heimurinn er þannig sífellt verðandi; „Faðir minn starfar allt til þessa” (Jóh. 5,17). Fyrir stöðuga sköpun Guðs er hann verðandi heimur Guðs. „Af því Guð er kærleikur, hlýtur hann að vilja heiminn sem andlag kærleika síns, en þessi nauðsyn er ekki þvingun: Það er þvert á móti hið æðsta frelsi hins góða vilja; og fyrir sömu sakir er þetta frelsi ekki duttlungar. Með öðrum orðum, heimurinn er jafnfjarri því að vera nauðsynlegt útstreymi frá Guði eða hafa þróast af Guði (Emanation eða Evolution) eins og að vera leiksoppur duttlunga hans.” (Háring Dogm, bls. 366). b) Heimurinn er svið guðlegs tilgangs Kristindómurinn lítur á heiminn sem það svið, þar sem Guð birtir vilja sinn og framkvæmir tilgang sinn. Eins og heimurinn er ekki orðinn til fyrir verkun dauðra náttúrulögmála, né heldur fyrir gjörræði, sem ekki á sér neinn tilgang, heldur af því að kærleikur Guðs hefur viljað hann, þannig er hann ekki heldur tilgangslaus vél, sem gengur af því að hún hefur einu sinni verið sett af stað (slík vél er raunar ekki heldur til), heldur er hann skapaður þannig, að hann geti verið verksvið hins guðlega kærleika, þar sem hann birtir þann tilgang, sem hann hefur sett sér frá upphafi. Þetta greinir ennfremur kristindóminn frá þeim trúarbrögðum, sem telja heiminn óverulegan fyrir Guði. Jafnframt því er það fullgild skýring á heiminum. „Ef um skýringu á heiminum á að vera að ræða, verður hún vitanlega að vera fólgin í einhverju, sem hugurinn spyr ekki frekar um”. Sú skýring er fólgin í því, að Guð hefur skapað heiminn í ákveðnum tilgangi. „Þegar þú finnur að eitthvað hefur verið gert af manni í ákveðnum tilgangi, sem þú skilur, þá spyrðu ekki lengur: Hvers vegna” (Temple bls. 62-63). í Nýja testamentinu kemur þetta glöggt í ljós. Jesús talar um að hann sé kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það, til að kalla syndara, en ekki réttláta, (Lk. 19,10; Mt. 9,13; sbr. 5,17; 10,34). Jóhannes segir að Guð hafi sent soninn í heiminn, ekki til að dæma heiminn, heldur til þess, að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann, (3.17) og í æðstaprestbæninni segur Jesús: „ekki bið ég að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá illu” (17,17). Páll talar um, að Guð hafi í Kristi sætt heiminn við sig (2.Kor. 5,19). Allt vitnar þetta um, að heimurinn er það svið, sem hinn guðlegi tilgangur birtist á. En jafnframt þessu verða menn þess varir, að í Nýja testamentinu ríkir mjög sterk trú á það, að heimurinn muni mjög bráðlega líða undir lok. Víða eru þau ummæli tengd við hugmyndina um skjóta endurkomu Krists til að dæma heiminn, og hefur áður verið minnst á það. Sumir leggja svo ríka áherslu á þessa heimsslitaskoðun Nýja testamentisins, og sérstaklega guðspjallanna, að þeir vilja dæma alla kenningu Jesú og kristindóm frumkristninnar út frá því (Schweitzer). Þessi trú er vitanlega nátengd 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.