Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 107
Sérkenni kristindómsins
þrenningarkenningin. Hér verður gerð nokkur grein fyrir þessum þrem
viðhorfum.
a) Andi Guðs
Samstofna guðspjöllin flytja oss nokkur ummæli Jesú, þar sem hann talar
um heilagan anda eða anda Guðs, og í öllum tilfellum virðist það tákna
hið sama í munni hans. En hinn heilagi andi Guðs starfar í honum
sjálfum, og einnig í öðrum mönnum. Þannig munu vera skiljanlegust
orðin um lastmæli gegn heilögum anda (Mk. 3,29 og hliðst), að þar sé átt
við sannleiksopinberun guðsandans í manninum, og fyrst og fremst í Jesú
sjálfum (sbr. S.P.S. 162). Skýrar kemur þetta starf anda Guðs fyrir
milligöngu Jesú fram þar sem hann talar um að hann reki út illu andana
með fulltingi Guðs anda (Mt. 12,28) og að andi drottins sé yfir sér (Lk.
4,18). En hann segir einnig að guðsandinn muni verka í lærisveinunum,
og segja þeim, hvað þeir skuli tala (Mk. 13,11, Mt. 10,20, Lk. 12,12).
Hann segir, að faðirinn af himni muni gefa þeim heilagan anda, sem biðja
hann (Lk. 11,13). Davíð talaði einnig af heilögum anda (Mk. 12,36). Auk
þess talar Jesús ekki um andann, nema þar sem Matteus 28,19 lætur hann
tala um að skíra í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda.
Samstofna guðspjöllin tala víðar um heilagan anda sem anda Guðs. Er
það sérstaklega í æskufrásögunum og í frásögunum um skírn Jesú og
freistingu (Mk. 1,10 Mt. 3,16, Lk. 3,22, 4,1. 14. Lk. 1,15.41.67; 2,25nn.
Sérkennileg eru ummælin um það, að Jesús væri getinn af heilögum anda
(Mt. 1,1 8.20, Lk. 1,35). Hefur verið getið um þá skoðun fyrr. Þá eru og
merkileg orð Jóhannesar um það, að skíra með heilögum anda (Mk. 1,8,
Mt. 3,11, Lk. 3,16). Öll þessi ummæli eru greinilega mótuð af hug-
myndum Gyðingdómsins um anda Guðs, og beint áframhald af orðum
Gamla testamentisins um hann.
í Postulasögunni er víða talað um heilagan anda ekki aðeins í frá-
sögnum um hvítasunnuundrið, heldur stöðugt síðan. Er gjöf heilags anda
talin merki um að maðurinn eigi heima í söfnuðinum, jafnvel fremur en
skírnin (Post. 10,47, 8,14, 2,38). Annars kemur það skýrt í ljós, hvort
þar er um að ræða anda Guðs eða anda Krists.
Páll talar á einum stað um að leiðast af anda Guðs (Ró. 8,14). Hann
segir, að andi Guðs búi í mönnunum (Ró. 8,9, I. Kor. 3,16, 7,40 sbr. II.
Kor. 3,3, Ef. 4,30, II. Tím. 1,7). En „náttúrlegur maður veitir ekki
viðtöku því, sem Guðs anda er” (I. Kor. 2,11.14, sbr. 12,3).
Merkileg ummæli um andann eru í Jóhannesarguðspjalli sérstaklega í
köflunum um „huggarann“ (k. 14.-16). Þar talar Jesús um, að hann muni
biðja föðurinn að senda þeim annan huggara, hinn heilaga anda sann-
leikans (14,16n 26, 15,26, sbr. I. Jóh. 3,24). Reyndar virðist það koma í
ljós af sambandinu, að með andanum sé átt við Krist sjálfan í dýrðinni (sjá
Jóh. 14,18). Um það betur í næstu grein. En þrátt fyrir það segir
Jóhannes berum orðum: „Guð er andi” (4,24).
Þessi ummæli Nýja testamentisins, sem hér eru talin upp sam-
hengislaust, munu verða athuguð nánar, eftir að gerð hefur verið á
105