Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 141

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 141
Sérkenni kristindómsins Maðurinn á að lýsa eins og ljósið fyrir kraft tilveru sinnar einnar, af innri gnægð hjartans, og hægri höndin á ekki að vita, hvað sú vinstri gerir. Annað væri líka að gera lægri kröfur til mannanna en þeir uppfylla í daglegu lífi sínu, þegar þeir gera hver öðrum greiða í smáum atvikum lífsins, alveg eins og sjálfsagðan hlut, án þess að vænta nokkura launa fyrir, hvorki frá einum né öðrum, hvorki á einn né annan hátt. Slíks getum vér ekki vænst af Jesú, að í kröfum hans hafi verið nokkur „afsláttur”. Hitt var ekki annað en að lýsa staðreynd, að fyrir slíka breytni myndi maður fá laun, „í leyndum”, án þess að verða þess sjálfur var. Einmitt slík sjálfkrafa breytni að vilja Guðs, sem sprettur upp úr hugskoti manns, án alls aukatilgangs, eykur á manngildi hans og gerir hann staðfastari í hinu góða. Það eru launin. Hið sama er það og, sem liggur að baki launa- hugmyndinni í sögunni um verkamennina í víngarðinum. Hver sem er tekinn til starfa í guðsríkinu, fær laun sín í því að vera hæfur til starfsins þar, „the wages of going on” (Tennyson). Þetta kemur einnig fram í sögunni um talenturnar, þar sem launin fyrir að ávaxta fjársjóð sinn eru fólgin í því að verða settur yfir meira (Mt. 25,21.,23, sbr. söguna um dóminn, vv. 37nn.: hinir réttlátu eru sér þess alls ekki meðvitandi, að eiga nokkur laun skilið). Það þarf varla að minna á það, að auk þess, sem getið er um í fjall- ræðunni, að Jesús hafi mótmælt endurgjaldshugmyndum Gyðingdómsins, kemur hið sama fram víðar, svo sem í Lúkasarguðspjalli 13,lnn, sbr. Jóh. 9,3). Framsetning mín á siðgæðishugsjón Jesú sem nýju lífi hefur aðallega verið neikvæð. En með því að sýna fram á, hversu óbundinn hann er af hugmyndum samtíðar sinnar í siðakenningu sinni, kemur skýrast í ljós, hversu hugsjónin, sem áður hefur verið lýst sem afleiðingu hinnar óvenju skörpu raunsæi Jesú, er birtist gagnvart mönnunum sem bjartsýni, er ný og frumleg. Það er sennilega fátt, ef nokkuð, sem er frumlegra og furðulegra í kenningu Jesú og lífi en þessi dásamlega bjartsýni hans á mannlega möguleika. 2. Siðgæði einstaklingsins Enda þótt enginn maður geti verið algjörlega einangraður í mannfélaginu, heldur stöðugt undir áhrifum þess samfélags, sem hann lifir í eða er uppalinn í, þá er samt réttmætt og handhægt að athuga sérstaklega siðgæði einstaklingsins, eins og það hefur birtst í kristindómnum og eins og það á að vera samkvæmt siðgæðiskröfum Jesú. I allri siðlegri viðleitni má greina tvo höfuðþætti: að efla stjórn andans yfir efninu og yfir tilfinninga- og viljalífi mannsins, og að láta hagsmuni heildarinnar ráða yfir hagsmunum einstaklingsins, þar sem þetta tvennt rekst á. Þetta bindur að vísu hvort annað, og má lýsa því í einni setningu, sem þróun hins andlega lífs til aukinnar dýptar og víðfeðmi (inn á við og út á við, sbr. 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.