Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 62

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 62
Bjöm Magnússon nái fyllstum einstaklingsþroska. „Kenningin: „Deyja til að lifa” á heima í kenningu kommúnista engu að síður en í kristinni kenningu; en það, sem fórnin er færð og færð fyrir er hið tímanlega samfélag mannlegs ríkis” (Temple bls. 47). En manninn skortir ennþá mikið á það, að hafa náð því marki, sem Guð hefur sett honum Meðal mannanna eru vondir og góðir, réttlátir og ranglátir (Mt. 5,45, Mt. 12,35; 22,10). Og gagnvart Guði eru allir vondir (Mt. 7,11). Jafnvel hjörtu lærisveinanna eru forhert (peporomene, Mk. 6,52; 8,17) sem virðist reyndar þýða sama sem skilningslaus (poróo = render stupid, Strong: Greek Dictionary ofthe New Testament, bls. 63). Guðsmynd mannsins er ákvörðun hans að verða bam Guðs í ríki Guðs, eða þeir hæfileikar, sem þarf til þess að geta orðið það. Þannig skýrði Schleiermacher hina gömlu kenningu kirkjunnar um hið upprunalega syndlausa eðli mannsins, sem möguleika sem með manninum hafi búið frá upphafi (sbr. Haering Dogm, 393n). Líkt er það, sem kemur fram hjá Jóhs. Miiller, þar sem hann skýrir, hvað hann eigi við með „uppruna- eðlinu”. „Upprunaeðlið er ekki veruleiki vor, heldur hinn huldi sannleikur í oss. Það er hinn eilífi kjarni í oss, það, sem ekki er af þessum heimi, og það gerir fyrst menn úr lífverum, þegar það mótast í oss. Ég á við með upprunaeðli hina guðlegu hugsjón og ákvörðun mannsins, sem liggur hulin eins og bundin orka og hæfileiki í hverjum, sem fæðist, og bíður þess að vera gerð að veruleika” (Bergpredigt, 44nn) Þannig er vöxturinn einn þáttur í eðli mannsins. Þrátt fyrir þessa skýru kenningu Krists um guðlegt eðli mannsins, hafa þó oft komið upp stefnur innan kristninnar, sem telja eðli mannsins gjörspillt. Er ein þeirra Barths- stefnan, sem hefur náð æði mikilli útbreiðslu á síðustu árum. “Maðurinn sem slíkur, einnig hinn trúhneigði maður, er í holdinu, þ.e. hugsun hans, vilji, störf eru afdráttarlaust heimslegt og syndug, snúin frá Guði en að dauðanum, og það því meir, því hemjulausari sem draumar hans eru um guðdómleik sinn” (Barth, cit. Scharling 19). Eins og sést af þessu, byggir Barth kenningu sína á kenningu Páls um syndaholdið, einhliða þó, því Páll gekk ekki nærri eins langt í því að telja manninn seldan undir syndina, eða a.m.k. hélt ekki síður fram guðlegu ætterni mannsins (Post. 17,28; I. Kor. 6,19. o.v). Auk þess hefur verið á það bent, að kenning sína um syndaholdið hefur Páll ekki frá Kristi, heldur „talar þar Platónistinn” (Inge: Ethics, 85). Engin kenning um gýörspillingu mannlegs eðlis á nokkra stoð í kenningu Jesú. „Hið kristilega mat á manninum talar hvorki um náttúrlega göfgi hans né gjörspillingu — það sem það fullyrðir er að maðurinn geti frelsast. Maðurinn er skapaður þannig í Guðs mynd, að eðli Guðs gat birst í mannlegu lífi Krists. Það er sönnunin um hina miklu möguleika mannins” (Cave, bls. 111). Þrátt fyrir það, þótt eðli mannsins sé í mörgu ófullkomið, þá er þó „hjá manninum nokkuð, sem er í eðli sínu skylt hinu guðdómlega, nokkuð, sem vekur bergmál þegar hinn guðdómlegi kærleiksvilji mætir manninum, nokkuð, 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.