Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 163

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 163
Sérkenni kristindómsins bestir þjónar sambræðra sinna sem leita fyrst fyrir þá ríkis Guðs og réttlætis” (bls. 143). Og svo er best að láta hann skýra sjálfan hvað hann á við með því: „Að leita fyrst ríkis Guðs og réttlætis þýðir ekki að vinna undir úreltu skipulagi; en það þýðir að koma skipulagi framleiðslunnar í snertingu við þau rök mannlegs lífs, sem nú eru gleymd, illu heilli” (bls. 286). „Vér þurfum að sjá bankann og verksmiðjuna sem verkfæri til framkvæmdar guðsríkisins engu síður en skólann, sjúkrahúsið og kirkj- una” (bls. 288). í þessum orðum, sem mega heita samhljóða álit allra þeirra, sem sárast hafa fundið til neyðar hins núverandi ástands í mann- félaginu og dýpst um það hugsað (sbr. t.d. safnritið: Christianity and the Crisis, eftir 32 merka kristilega rithöfunda, Stanley Jones: Christ and Communism, Wunsch: Evangelische Wirtschaftsethik), má finna það verkefni, sem kristindómurinn á nú fyrir höndum að leysa, ef hann vill reynast trúr meistara sínum og keppa að því bræðralagi guðsríkisins, sem hann setti honum að stefnumarki. „Vér verðum að hætta að láta eigur vorar eiga oss. Einhvers konar sjálfviljug sameign, sam-fé-lag, fram- kvæmt í félagsskap andans, er sú úrlausn, sem kristindómurinn býður í stað nauðungar fasista og byltingar kommúnista. Hvernig það verður skipulagt mun krefjast hinna slyngustu heila samtíðarinnar, en án anda guðsríkisins mun það verða ókleift” (Watcyn-Williams: The Beatitudes, bls. 35). Hugsjón guðsríkisins verður ekki leidd í framkvæmd nú á dögum með eins einföldu móti og fyrsti kristni söfnuðurinn gerði tilraun til. Kristindómurinn þarf að gagnsýra allt samfélag mannanna, öll svið viðskipta þeirra og samstarfs, til þess að það megi takast. Og það er einmitt hlutverk hans, og að því hlutverki hefur hann starfað, þótt stundum hafi verið óvitandi, og starfar enn. En í baráttu við markvissa, skipulega sókn í öfuga átt við hið kristilega bræðralag verður einnig barátta kristindómsins að vera ekki aðeins vitandi, heldur einnig markviss og skipulögð. Honum er það líka eðlilegt, að gera hina himnesku hugsjón guðsríkisins að veruleika á jörðu. Það er hlutverk hans. Eða hví skyldi Kristur ella hafa gerst maður? Mundi ekki dvöl hans meðal jarðarbarna hafa miðað að því, að sýna þeim hvernig þau skyldu lifa á jörðunni? Framkvæmd bræðralags jafnréttra og sjálfstæðra guðsbarna, frjálsra gerenda hins guðlega vilja, það er hugsjón guðsríkisins, þess þóknanlega fagnarðarárs drottins, sem Jesús taldi sig kominn til að hefja (Sbr. Lk. 4,18). „í fagnaðarerindinu er ekki aðeins vikið að hjálpsemi og sam- ábyrgð, heldur er þar þungamiðjan. I þeim skilningi er það hvort tveggja í innsta eðli sínu, kenning um jöfnuð allra manna og um rétt einstaklingsins, því að hver mannssál um sig hefur sjálfstætt gildi og ómetanlegt“ (Harnack: Krd. bls. 79). Það kemur í ljós af framansögðu, að bræðralagshugsjón guðsríkisins er ekki frekar en hið frjálsa siðgæði einstaklingsins auðveld í framkvæmd vanþroska mönnum. Framkvæmd hennar er fyrir vorum sjónum svo fjarri, að oss getur ekki órað fyrir fullkominni uppfyllingu hennar, svo andstætt sem eigingjarnt eðli manna virðist vera henni. En allt um það er 11 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.