Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 42

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 42
Bjöm Magnússon mannleg reynsla. Hún var að vísu meir alhliða en vér getum vænst ella. En í reynslu hinna bestu manna mætir oss eitthvert brot hinnar sömu reynslu, og þannig staðfestist opinberunin og þróast áfram í sögunni, svo að hún verður smátt og smátt almennari og eiginlegri eign mannkynsins. Þannig getum vér vænst að finna vaxandi opinberun Guðs, jafnvel þótt vér höldum fast við einstæði opinberunarinnar í Kristi, og sagan sannar einnig, að sú eftirvænting er ekki án raka. b) Frumkristnin Frumkristnin lifði enn í nánu sambandi við hinn sögulega Jesú. Með henni störfuðu menn, sem lifað höfðu með honum og drukkið í sig anda þess guðssamfélags, sem hann lifði í. Guð er því í vitund þeirra fyrst og fremst „Guð og faðir drottins vors Jesú Krists.” Fyrir anda sinn verkaði hann í þeim það, sem gott var (Sbr. bls. 105n). „Það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og að framkvæma” (Fil. 2,13, sbr. I.Kor. 3,7). Guð er hinn alvaldi faðir; „frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir” (Ró. 11,36). Kærleikur hans er öllu öðru yfirsterkari, hinn sami kærleikur, sem birtist í Jesú Kristi (Ró. 8,38). Hann hefur opinberað sig fyrir öllum mönnum; — en þeim sem ekki skeyta lögmáli hans í brjóst sér, mun hann opinbera reiði sína (Ró. 1,18nn). „Óttalegt er að falla í hendur lifanda Guðs” (Hebr. 10,31). Hér er frumleg, en sterk og einlæg guðstrú, sem samrýmist trúnni á Guð kærleikans (Ró. 2,4). Það er tilfinning fyrir hinum heilaga, sem er kærleikur (I. Jóh. 4,16). Og einmitt í því að elska sjálfur, er leiðin til að þekkja Guð kærleikans (I. Jóh. 4,7). í Jóhannesarritunum má þegar sjá byrjandi vott þess, að heimspeki samtíðarinnar litar guðshugmyndina. Það sýna orð eins og: Guð er ljós (I. Jóh. 1,5), Guð er líf (I. Jóh. 5,20), Guð er andi (Jóh. 4,24). Enda þótt þessi orð séu fyllilega í samræmi við guðshugmynd Jesú, má finna í þeim andmæli gegn öðrum hugmyndum, sem uppi voru, og hafa haft áhrif á orðalagið (Gnóstík) En byrjandi áhrif frá háspekinni sjást í orðunum: „Faðir minn starfar allt til þessa” (Jóh. 5,17), og mýstíkin er fullmótuð í orðalaginu: vera í Guði. Aftur er á þeim stöðum, þar sem talað er um þrenningu (t.d. Mt. 28,19, II. Kor. 13,13, I. Kor. 12,4-6), enn ekki um neina þrí-em-ingu að ræða, heldur frumlegan skilning sögulegra staðreynda (Comma Johanneum í síðari letneskum þýðingum í I.Jóh. 5,7. er seinni viðbót, sbr. bls. 108). c) Kirkjusagan 1. Framan af sögu kristninnar má sjá tvær stefnur jafnhliða í kenningunum um Guð. Má með nokkrum sanni telja aðra framhald af guðfræði frumkristinnnar og Páls, hina í ætt við kenningu Jóhannesar. Sú stefna náði meiri tökum í austurhluta hins kristna heims, þar sem menn hneigðust meira til heimspekilegrar hugsunar um eðli guðdómsins, fyrir áhrif frá hinni grísku heimspeki og grískgyðinglegu (Fíló). Hinar gnóstisku tvíveldiskenningar voru þá mjög uppi, sem héldu fram, að heimurinn væri runninn frá illum Guði, en sá kærleiksríki Guð sem 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.