Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 39

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 39
Sérkenni kristindómsins II. KRISTINDÓMURINN SEM ÞEKKING Samkvæmt því, sem áður er sagt um efnisskiptingu, mun nú fyrst verða litið á þau atriði í boðskap Jesú sem fela í sér þekkingu á tilverunni, höfundi hennar, stjórn hennar og tilgangi, og hvernig sú þekking hefur mótast og þróast gegn um aldirnar. Öll trúarbrögð fela í sér nokkra þekkingu, og í kristindómnum er að finna ákveðnar, og að sumu leyti nýjar, hugmyndir, sem allt annað byggist á. Grundvallandi er þar fyrst og fremst kenningin um Guð, eins og raunar öll trúarbrögð byggjast á guðshugmyndinni, eða í hennar stað á heimsskoðuninni (Búddhismi). Fyrst mun ég því snúa mér að kristilegu guðshugmyndinni. 1. Guð, faðir drottins vors Jesú Krists Athugun mín á þessu efni mun verða þrískipt: 1) guðshugmynd Jesú, 2) stutt yfirlit yfir þróun guðshugmyndarinnar, og 3) inntak guðshugmyndarinnar, eins og hún liggur nú fyrir. 1) Guðshugmynd Jesú. Jesús flutti nýja þekkingu um Guð, sem að sumu leyti gekk í aðra átt en áður þekktist, og að sumu leyti lengra. „Nýtt var það, að hann lagði ríka áherslu á vissar, mikilvægar trúarhugmyndir, sem voru þegar áður til að einhverju leyti, en ekki höfðu fengið fullt gildi eða rökrétt samhengi, og skipaði þeim í samræmda, skýra heildarskoðun, en felldi burt önnur atriði, sem þangað til höfðu verið haldin mikilvæg og nauðsynleg í hinni trúarlegu erfikenningu” (Wendt, bls. 285). Gagnvart hinum fjarlæga Guði Gyðinga, sem ekki hafði nein afskipti af heiminum nema fyrir hönd meðalgangara, og jafnvel mátti ekki nefna með nafni, boðaði hann hinn nálœga föður, sem fylgist með hverju smáatriði, svo að jafnvel fellur ekki einn spörr til jarðar án vitundar hans, og sem menn geta snúið sér beint til með bænir sínar. Gagnvart hugmyndum hinnar grísku speki um ópersónulega frumorsök flutti hann boðskapinn um hinn kærleiksríka föður, sem lætur sér annt um hvert barn sitt, og bíður þess með opinn föðurfaðminn, að það vilji nálgast sig. Gagnvart tvíhyggju boðaði hann hinn eina, alvalda föður, sem ræður bæði lífi og dauða. „Hinn fjarlægi Guð er orðinn nálægur. Sá Guð, sem stendur að baki öllum vexti og verðandi, að baki lífi og dauða, að baki gleði og alvöru, er opinberaður Guð, Guð, sem talar.” (Weinel, Theologie, bls. 143). Þó er boðskapur Jesú ekki þannig, að hann setji fram ný fræðikerfi í andstöðu við þessi, sem nefnd voru, eða önnur. Fjarri því. Heldur skín guðsþekking hans út út orðum hans og lífi, alveg ósjálfrátt. Og ekki 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.