Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 24

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 24
Bjöm Magnússon fyrst með innreiðinni í Jerúsalem, sem hann gefur til kynna að hann sé Messías. Þá er teningunum kastað. En þegar áður var honum ljóst orðið, hvað það hafði í för með sér. Strax í upphafi starfs síns hafði hann valið þjónustu- og fórnarleiðina, og hann hélt hana viljandi og vitandi til hins ýtrasta. Vér höfum þá komist að raun um, að Jesús hafði ákveðnar hugmyndir um einstæða köllun sína, og að þær hugmyndir birtust í því, hvernig hann notaði um sig heiti, sem minntu á Messíasarvonir þjóðar hans. Við þessar vonir tengdi hann nýja þætti, er hann kom fram sem prédikari, sem krafðist iðrunar, en boðaði syndurum fyrirgefningu, er hann tók sjálfur á sig þjóns mynd og gekk út í dauðann fyrir boðskap sinn um hið nýja guðsríki. í vitund þeirra, sem með honum lifðu, varð mynd hans, sem hins máttuga, líðandi frelsara, enn sterkari en nokkur atriði kenningar hans. Vér munum nú snúa oss að því, að athuga þá mynd. 2. Kristsmynd frumkristninnar og Páls 1) Fyrstu kristnu söfnuðirnir Það má segja, að saga kristfræðinnar á fyrstu árunum eftir dauða Krists, sé sama sem saga kristninnar á þeim tíma. Staðreyndin einstæða, að Kristur hefði lifað og starfað á meðal þeirra, fyllti fyrstu lærisveinana slíkum fögnuði og krafti, að allt annað hvarf í ljómanum af henni. Boðskapur Jesú um guðsríkið hverfur alveg í skuggann, jafnvel siðgæðis- kröfur hans og kenning hans um himneska föðurinn verða að skipa annað sæti. í ræðum Péturs í fyrri hluta Postulasögunnar má glögglega sjá þetta. „Guð hefur gert hann bæði að drottni og hinum smurða, þennan Jesú, sem þér krossfestuð“ (2,36). „Drottinn Jesús Kristur” er játning fyrstu kristnu safnaðanna. í þessari játningu felst tvennt. Fyrir Gyðingum táknaði hún það, að Jesús væri Messías, hinn fyrirheitni. Til að skýra það „hneyksli”, að Messías hefði verið af lífi tekinn (sbr. I.Kor. 1,23) verja postularnir og guðspjallaritararnir miklu af starfi sínu til að sanna, að það hafi gerst samkvæmt ritningunum. Þessa sjást ljós merki bæði í guðspjöllunum, (einkanl. Mt) og í ræðum Péturs í Postulasögunni, og eru dæmin of mörg til að telja þau hér. Aðeins má benda á, að hér mun sérstaklega hafa komið að haldi kaflinn í Jesaja 53 um hinn líðandi þjón Jahve, sem nú var heimfærður um Messías, og í Postulasögunni er þjónn Guðs það af Messíasarheitunum, sem mest er notað, næst sjálfum þýðingum orðsins Messías (Kristur, hinn smurði, sbr. ennfremur Didache, kap. 9). Fyrir heiðinkristnum söfnuðum hafði sérstaklega gildi játningin um Jesú sem drottin. í þeim löndum utan Gyðingalands, sem kristnin barst fyrst til, var orðið mjög algengt Guðsheiti, bæði í Egyptalandi, þar sem það komst inn í hina grísku þýðingu Gamla testamentisins (LXX) í stað nafnsins Jahve, og gaf undir fótinn heimfæringu Gamla testamentisins um Krist, 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.