Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 73
Sérkenni kristindómsins
dauða (5. 16n). Hebreabréfið talar um hegningu og endurgjald, og segir
að óttalegt sé að falla í hendur lifanda Guðs (10, 29nn).
Af öllum þessum ummælum skín greinilega sannfæringin um vald
syndarinnar og hinar hættulegu afleiðingar hennar. Maðurinn verður
meir og meir seldur undir syndina, eftir því, sem hann heldur áfram að
syndga. En annars má skipa afleiðingum syndarinnar í þrjá flokka eftir
því, hvernig á þær er litið. Fyrst má nefna það, að syndin veldur
spillingu. Það lýsir best þeim áhrifum, sem syndin hefur á heildina. Sú
spilling getur komið fram sem sljófguð tilfinning fyrir hinu illa, þannig
að maðurinn hætti að finna til hryggðar þótt hann breyti gegn vilja Guðs,
eða löngunar til að bæta úr því. Hún getur lýst sér sem veikleiki viljans,
til að rífa sig lausan frá hinu illa, enda þótt maðurinn finni sig bundinn af
því. Þá er maðurinn þræll syndarinnar. Sem félagslegt fyrirbrigði birtist
hún í röngu almenningsálid, misskilinni „vægð” gagnvart syndinni, eða
líka í hörku og kærleiksleysi aldarfarsins, eða í stríðshyggju og ágirnd,
eða í munaðarsýki og léttúð.
Þá má nefna þá afleiðingu syndarinnar, sem mest hefur verið um rætt
og ritað í kristilegri trúfræði, að syndin veldur sekt gagnvart Guði. Það
er lagalega sjónarmiðið. Vitanlega, á það sjónarmið best heima, þegar
litið er á Guð sem löggjafa, hinn stranga dómara. Eftir kristilegri
guðshugmynd er því það sjónarmið fjarskylt kristindómnum, en allt um
það hefur það orðið eins yfirgnæfandi þar, eins og raun ber vitni, og
veldur því vitanlega það, að kristindómurinn er upprunninn í andrúms-
lofti strangra lögmálstrúarbragða, þar sem var síðgyðingdómurinn. Þessa
gædr þegar hjá Jesú, í því að hann talar um syndina sem skuld, en eins og
að var vikið, er þar að vísu líkingamál, og rekur maður sig stöðugt á það
við lestur guðspjallanna, að þýða verður það líkingamál, sem Jesús notaði
og samtíð hans var skiljanlegt, yfir á mál samtíðarinnar. Enn meira gædr
þessa hjá Páli og öðrum höfundum Nýja testamentisins (og má auk áður
nefndra staða benda á Ró. 6,19; II. Þess. 2,7; Tit. 2.14; og sérstaklega I.
Jóh. 3,4, þar sem alls staðar er augljós sú skoðun að syndin sé ranglæti,
lagabrot). Það var eðlilegt, að þessi skoðun yrði ofaná í kirkjunni, þegar
litið er til sögu hennar. Hún magnaðist eftir því sem veldi kirkjunnar
jókst, og hjá Anselm er hún orðin alráðandi, og festist síðan, innan
kaþólsku kirkjunnar. Og það má segja, að hún hafi orðið ofaná í hinni
lúthersku orthodoxiu líka, því friðþægingarkenningu Anselms, sem
byggist á henni, er þar alveg haldið. Það er fyrst með bíblíurannsókn-
unum og þeirri auknu þekkingu á kenningu Jesú sem þær fluttu, ásamt
mati ritningarinnar eftir því, sem er í samræmi við anda Krists, að
hugmyndin um syndina sem sekt fyrst og fremst fer að missa tökin á
mönnum.
Hið þriðja sjónarmið á afleiðingum syndarinnar er að líta á hana sem
fráhvarf frá Guði. Að nokkru leyti bindur þetta sjónarmið bæði hin í sér,
71