Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 162
Bjöm Magnússon
finnst hún gera meira en skylt er, heldur þannig, að bræðralagið byggist á
tilfinningunni fyrir því, að hver maður hefur ómetanlegt gildi fyrir Guði,
og hann er sjálfstæður persónuleiki, með ótakmarkaða þroskamöguleika,
og á alveg jafnan rétt og ég tíl að nota þá möguleika og leiða í ljós það
besta, sem í honum býr. Afstaða mannanna til hinna efnislegu gæða er
samkvæmt boðskap Jesú hvorki sú sameignarstefna, sem segir: Allt þitt er
mitt, né heldur sú, sem segir: Allt mitt er þitt, heldur er þar hvorki að
ræða um mitt né þitt, því að allt er Guðs. Oss er trúað fyrir
efnisgæðunum eingöngu til að verja þeim tíl heilla „náunga vorum eins og
sjálfum oss”, og vér höfun engan rétt eða tilkall til þeirra umfram þetta.
Það er enginn vafi á því, að þetta er fólgið í kenningu Jesú um hin
efnislegu gæði, enda þótt vér séum enn harla langt frá því að gera þá
hugsjón að veruleika. Að loka augunum fyrir því er ekki annað en að láta
undan eigin værukærð, til þess að geta því betur sætt sig við það ástand,
sem ríkir. Það er rétt, að Jesús segir þetta hvergi berum orðum, enda ekki
þess að vænta, að hann kenndi samtíð sinni lausn þeirra vandamála, sem
ekki voru vöknuð með henni. „Þegar á allt er litið má segja, að Jesús
sjálfur hafi enn ekki komið vitandi auga á þá félagssiðfræði, sem leiddi af
hinni nýju hugsjón hans” (Weinel: Theologie, bls. 106). En hann hefur
einmitt orðið með hugsjón sinni tíl að vekja það vandamál. (Hvernig það
vaknaði á fyrstu öldum kristninnar má sjá hjá Wunsch: Evangelische
Wirtschaftsethik, bls. 664-665, einkum neðanmálsgr) og í þeirri mynd
sem það birtist nú í þjóðfélagi menningarinnar, er það aðeins eðlileg
þróun hugsjónar hans, sem enn á að stríða við hinn megnasta misskilning
og efnishyggju. Kristíndómurinn á um framkvæmd hugsjónar sinnar að
stríða við tvennar öfgar. Annars vegar er yfirgangs og drottnunarhyggja
auðvaldsins, einstaklingshyggjan í sinni einsýnustu mynd, sem hugsar ekki
um annað en að hreykja sér upp á kostnað heildarinnar. Hins vegar er
efnishyggja kommúnismans, sem sér ekki nein trúarleg verðmætí, og vill
láta persónueðli einstaklingsins hverfa inn í meðalmennsku múg-
hyggjunnar. Hvorugt fullnægir hinni kristílegu bræðralagshugsjón.
Um hina fyrri stefnu má segja með orðum Inges: „Það sem heimurinn
kallar heppni er næstum ófrávíkjanlega fólgið í því, að draga til sín frá
heildinni, á einn eða annan hátt, miklu meira en manni ber, hvort heldur
sem litíð er tíl þess tíma og erfíðis sem til þess er eytt, eða skynsamlegra
þarfa þess, sem hlýtur, þar sem aðaltilgangur viðskipta er ekki að gefa
mönnum það sem þeir þarfnast, heldur að rýja þá því sem þeir hafa, falla
þau undir dóm Krists. Gagnvart hinni síðari vil ég benda á orð Temples
erkibiskups: „Vér ættum aldrei að standa í slíkri afstöðu tíl neins, sem vér
stöndum yfirleitt í nokkuri afstöðu tíl, að vér viljum nota hann eingöngu
sem tæki og ekki líka sem takmark í sjálfum sér. En nú er þetta einmitt
það, sem kommúnista heimspekin neitar opinskátt, og fasista heimspekin
óbeint” (Op. cit. bls. 57n). Og ennfremur má vitna í orð Barrys: „Líf í
„þjónustu”, sem hugsar sér þau gæði sem hún reynir að afla náunga sínum
algjörlega bundin við takmark þessa heims — heilbrigði, þægindi, réttlæti
o.s.frv., — veitir að því leyti minna en fullkomna þjónustu, þeir eru
160