Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 162

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 162
Bjöm Magnússon finnst hún gera meira en skylt er, heldur þannig, að bræðralagið byggist á tilfinningunni fyrir því, að hver maður hefur ómetanlegt gildi fyrir Guði, og hann er sjálfstæður persónuleiki, með ótakmarkaða þroskamöguleika, og á alveg jafnan rétt og ég tíl að nota þá möguleika og leiða í ljós það besta, sem í honum býr. Afstaða mannanna til hinna efnislegu gæða er samkvæmt boðskap Jesú hvorki sú sameignarstefna, sem segir: Allt þitt er mitt, né heldur sú, sem segir: Allt mitt er þitt, heldur er þar hvorki að ræða um mitt né þitt, því að allt er Guðs. Oss er trúað fyrir efnisgæðunum eingöngu til að verja þeim tíl heilla „náunga vorum eins og sjálfum oss”, og vér höfun engan rétt eða tilkall til þeirra umfram þetta. Það er enginn vafi á því, að þetta er fólgið í kenningu Jesú um hin efnislegu gæði, enda þótt vér séum enn harla langt frá því að gera þá hugsjón að veruleika. Að loka augunum fyrir því er ekki annað en að láta undan eigin værukærð, til þess að geta því betur sætt sig við það ástand, sem ríkir. Það er rétt, að Jesús segir þetta hvergi berum orðum, enda ekki þess að vænta, að hann kenndi samtíð sinni lausn þeirra vandamála, sem ekki voru vöknuð með henni. „Þegar á allt er litið má segja, að Jesús sjálfur hafi enn ekki komið vitandi auga á þá félagssiðfræði, sem leiddi af hinni nýju hugsjón hans” (Weinel: Theologie, bls. 106). En hann hefur einmitt orðið með hugsjón sinni tíl að vekja það vandamál. (Hvernig það vaknaði á fyrstu öldum kristninnar má sjá hjá Wunsch: Evangelische Wirtschaftsethik, bls. 664-665, einkum neðanmálsgr) og í þeirri mynd sem það birtist nú í þjóðfélagi menningarinnar, er það aðeins eðlileg þróun hugsjónar hans, sem enn á að stríða við hinn megnasta misskilning og efnishyggju. Kristíndómurinn á um framkvæmd hugsjónar sinnar að stríða við tvennar öfgar. Annars vegar er yfirgangs og drottnunarhyggja auðvaldsins, einstaklingshyggjan í sinni einsýnustu mynd, sem hugsar ekki um annað en að hreykja sér upp á kostnað heildarinnar. Hins vegar er efnishyggja kommúnismans, sem sér ekki nein trúarleg verðmætí, og vill láta persónueðli einstaklingsins hverfa inn í meðalmennsku múg- hyggjunnar. Hvorugt fullnægir hinni kristílegu bræðralagshugsjón. Um hina fyrri stefnu má segja með orðum Inges: „Það sem heimurinn kallar heppni er næstum ófrávíkjanlega fólgið í því, að draga til sín frá heildinni, á einn eða annan hátt, miklu meira en manni ber, hvort heldur sem litíð er tíl þess tíma og erfíðis sem til þess er eytt, eða skynsamlegra þarfa þess, sem hlýtur, þar sem aðaltilgangur viðskipta er ekki að gefa mönnum það sem þeir þarfnast, heldur að rýja þá því sem þeir hafa, falla þau undir dóm Krists. Gagnvart hinni síðari vil ég benda á orð Temples erkibiskups: „Vér ættum aldrei að standa í slíkri afstöðu tíl neins, sem vér stöndum yfirleitt í nokkuri afstöðu tíl, að vér viljum nota hann eingöngu sem tæki og ekki líka sem takmark í sjálfum sér. En nú er þetta einmitt það, sem kommúnista heimspekin neitar opinskátt, og fasista heimspekin óbeint” (Op. cit. bls. 57n). Og ennfremur má vitna í orð Barrys: „Líf í „þjónustu”, sem hugsar sér þau gæði sem hún reynir að afla náunga sínum algjörlega bundin við takmark þessa heims — heilbrigði, þægindi, réttlæti o.s.frv., — veitir að því leyti minna en fullkomna þjónustu, þeir eru 160
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.