Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 143

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 143
Sérkenni kristindómsins er farið eins með orð Páls og annarra postullegra höfunda eða máttarstólpa safnaðanna. Eftir því sem ritsafn Nýja testamentisins verður fastmótaðra, eftir því vex reglugildi þess, sem mælisnúru á breytni manna og fyrirmæla um breytni þeirra. Hið „andlega” siðgæði frumsafnaðanna verður að bókstafssiðgæði. Eftir því, sem stjórn og skipulag kirkjunnar eflist, styrkist þessi stefna að sama skapi. Kirkjan hefur hlotið annað vald við hliðina á hinu ritaða orði, vald biskupanna og safnaðarstjóranna. Jafnframt því sér votta fyrir byrjandi greinarmun á hinu æðra og lægra siðgæði. Það eru gerðar meiri kröfur til þeirra, sem völdin hafa. Síðar verður það að staðfestri kenningu kirkjunnar. Hið „fullkomna” siðgæði er einungis á valdi hinna fáu, sem geta uppfyllt hinar sérstöku ráðleggingar fagnaðarerindisins um fátækt, ókvæni, föstur o.s.frv. Aðrir verða að láta sér nægja að fylgja hinum guðlegu boðorðum (dekalog Móse o.fl.), og eru líka hólpnir, ef þeim tekst það. Þarna er hinn frjálsi siðgæðisandi Krists gjörsamlega misskilinn. Á hinu fræðilega sviði má einnig sjá sömu stefnu: frá einfaldleik og næmleik Krists til háspekilegra kerfa og smálegrar tilfellafræði. Þróunin er þar sem endranær hliðstæð hinni trúarlegu þróun. í austurkirkjunni staðnar hún tiltölulega snemma í því formi, sem hún fékk undir áhrifum hinnar grísku heimspeki og mýsteríutrúarbragðanna. Æðsta siðgæðis- hugsjónin er meinlætamaðurinn, sem segir skilið við öll gæði þessa heims, og leitast við að sameinast guðdóminum í mýstískri frásérnumningu. í, baráttunni við mýsteríutrúarbrögðin og gnóstíkina varð kristindómurin að samlaga sig þeim að hálfu leyti dl að sigra þau, á siðgæðissviðinu eins og á trúarsviðinu (Sbr. Harnack: Krd. bls. 170, 172). Munklífi austur- kirkjunnar hefur verið mótað af mýstíkinni, einnig í siðgæði þeirra. í vesturkirkjunni gætir meira hinna fræðilegu kenninga, þar sem gerðar eru tilraunir til að skipa siðakröfunum í fast kerfi sem rökfræðilegri heild. Byrjun þeirrar viðleitni er raunar þegar að finna hjá „trúverjendunum” á 2. öld, þar sem þeir vilja sýna fram á, að kröfur Krists séu í samræmi við mannlega skynsemi, sem hafi þegar meðal heiðinna þjóða verið innblásin af hinum guðlega logosi. I sömu átt gengur aðgerð alexandríuguðfræðinnar, að skipa hinum grísku, heimspekilegu höfuðdyggðum. (speki, hófstilling, hugprýði, réttlæti) við hliðina á hinum kristilegu dyggðum: trú, von og kærleika. Þessi aðferð náði og æði ríkum tökum í vesturkirkjunni, enda þótt Ágústínus, sem hafði reynt á sjálfum sér muninn á því að vera kristínn og heiðinn, teldi dyggðir heiðingjanna vera ljómandi lestí. Það kemur m.a. fram í því, að kröfur kirkjunnar um siðgæði og heilagleik meðlima sinna verða vægari, eftir því sem hún samlagast meir heiminum, þrátt fyrir mótmæli strangra siðgæðisboðenda eins og Tertúllíanusar, einkum þó eftir að kirkjan var orðin ríkiskirkja. En þessi vægni í siðgæðiskröfum til hinna óbrotnu meðlima kirkjunnar lá meðal annars í því, að sú skoðun festist á heilagleik kirkjunnar, að hann væri fólginn í siðum hennar og 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.