Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 143
Sérkenni kristindómsins
er farið eins með orð Páls og annarra postullegra höfunda eða
máttarstólpa safnaðanna. Eftir því sem ritsafn Nýja testamentisins verður
fastmótaðra, eftir því vex reglugildi þess, sem mælisnúru á breytni manna
og fyrirmæla um breytni þeirra. Hið „andlega” siðgæði frumsafnaðanna
verður að bókstafssiðgæði.
Eftir því, sem stjórn og skipulag kirkjunnar eflist, styrkist þessi stefna
að sama skapi. Kirkjan hefur hlotið annað vald við hliðina á hinu ritaða
orði, vald biskupanna og safnaðarstjóranna. Jafnframt því sér votta fyrir
byrjandi greinarmun á hinu æðra og lægra siðgæði. Það eru gerðar meiri
kröfur til þeirra, sem völdin hafa. Síðar verður það að staðfestri
kenningu kirkjunnar. Hið „fullkomna” siðgæði er einungis á valdi hinna
fáu, sem geta uppfyllt hinar sérstöku ráðleggingar fagnaðarerindisins um
fátækt, ókvæni, föstur o.s.frv. Aðrir verða að láta sér nægja að fylgja
hinum guðlegu boðorðum (dekalog Móse o.fl.), og eru líka hólpnir, ef
þeim tekst það. Þarna er hinn frjálsi siðgæðisandi Krists gjörsamlega
misskilinn.
Á hinu fræðilega sviði má einnig sjá sömu stefnu: frá einfaldleik og
næmleik Krists til háspekilegra kerfa og smálegrar tilfellafræði. Þróunin
er þar sem endranær hliðstæð hinni trúarlegu þróun. í austurkirkjunni
staðnar hún tiltölulega snemma í því formi, sem hún fékk undir áhrifum
hinnar grísku heimspeki og mýsteríutrúarbragðanna. Æðsta siðgæðis-
hugsjónin er meinlætamaðurinn, sem segir skilið við öll gæði þessa heims,
og leitast við að sameinast guðdóminum í mýstískri frásérnumningu. í,
baráttunni við mýsteríutrúarbrögðin og gnóstíkina varð kristindómurin
að samlaga sig þeim að hálfu leyti dl að sigra þau, á siðgæðissviðinu eins
og á trúarsviðinu (Sbr. Harnack: Krd. bls. 170, 172). Munklífi austur-
kirkjunnar hefur verið mótað af mýstíkinni, einnig í siðgæði þeirra.
í vesturkirkjunni gætir meira hinna fræðilegu kenninga, þar sem
gerðar eru tilraunir til að skipa siðakröfunum í fast kerfi sem
rökfræðilegri heild. Byrjun þeirrar viðleitni er raunar þegar að finna hjá
„trúverjendunum” á 2. öld, þar sem þeir vilja sýna fram á, að kröfur
Krists séu í samræmi við mannlega skynsemi, sem hafi þegar meðal
heiðinna þjóða verið innblásin af hinum guðlega logosi. I sömu átt
gengur aðgerð alexandríuguðfræðinnar, að skipa hinum grísku,
heimspekilegu höfuðdyggðum. (speki, hófstilling, hugprýði, réttlæti) við
hliðina á hinum kristilegu dyggðum: trú, von og kærleika. Þessi aðferð
náði og æði ríkum tökum í vesturkirkjunni, enda þótt Ágústínus, sem
hafði reynt á sjálfum sér muninn á því að vera kristínn og heiðinn, teldi
dyggðir heiðingjanna vera ljómandi lestí. Það kemur m.a. fram í því, að
kröfur kirkjunnar um siðgæði og heilagleik meðlima sinna verða vægari,
eftir því sem hún samlagast meir heiminum, þrátt fyrir mótmæli strangra
siðgæðisboðenda eins og Tertúllíanusar, einkum þó eftir að kirkjan var
orðin ríkiskirkja. En þessi vægni í siðgæðiskröfum til hinna óbrotnu
meðlima kirkjunnar lá meðal annars í því, að sú skoðun festist á
heilagleik kirkjunnar, að hann væri fólginn í siðum hennar og
141