Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 51
Sérkenni kristindómsins
birtast” (Macnicol bls. 30,32). En öll algyðistrú strandar á því, að hún
getur ekki gert aðra grein fyrir hinu illa, en að einnig það sé einn háttur
guðdómsins. Mismunur ills og góðs er þá upphafinn, og siðferðishvöt
einstaklingsins lömuð. Slíkt getur ekki samrýmst hugmynd kristindómsins
um hinn kærleiksríka og heilaga Guð, né heldur hinni dýpstu trúarreynslu
mannkynsins. Þótt merkilegt megi virðast, verður afstaða hinnar
ströngustu eingyðistrúar, íslam, til heimsins, svipuð afstöðu algyðis-
trúarinnar, Kóraninn segir, að „allt er að færast nema andlit (veruleiki)
Allah”. R.A. Nicholson finnur í þessari setningu og öðrum svipuðum
upphafið að algyðistrú Súfistanna (með þeirri niðurstöðu sinni, sem er
alveg í anda Advait-Brahmatrúarinnar, að Allah sé hin eina raunverulega
vera, hin sanna sjálf, sem hægt er að ná með því að missa sjálfsmeðvitund
sína” (Macnicol bls. 33).
Hin vísindalega einhyggja hefur náð allmikilli útbreiðslu á síðustu
áratugum, eftir því sem náttúrufræðileg þekking manna óx, og siglt í
kjölfar þróunarkenningarinnar. Aðalfrömuður hennar var Háckel. í
ritum sínum (sérstaklega Die Weltratsel, 1899) skýrir hann alla hluti sem
til orðna fyrir þróun frá hinu einfalda til hins margbrotna, og þannig sé
allt runnið frá einni frumorsök eftir eðlilegum þróunarleiðum. Þetta er í
raun og veru ekki annað en algyðistrú sett í form náttúruvísindanna, enda
viðurkennir Háckel að svo sé (Riddle, 237). Þannig gilda því sömu rök
gegn báðum. En auk þess fellur einhyggjan um sjálfa sig á því sviði, sem
hún hefur kosið sér, því hún gerir enga fullnægjandi líffræðilega grein
fyrir því hvernig æðri tegundir þróast upp af hinum lægri, og því síður,
hvernig skynsemi og sálarlíf vaknar af hinu dauða efni. Hún hefur þannig
alls ekki gert Guð óþarfan sem hinn skapandi kraft, og því síður hefur
henni tekist að veita neitt í staðinn fyrir hinn kærleiksríka föður Jesú. Og
enn má bæta því við, að grundvöllur hennar, breytiþróunarkenningin, er
ekki lengur talin góð vísindi í þeirri mynd sem Darwin setti hana fram og
Háckel byggði á henni. Og raunar skýtur sú viðleitni, að skýra
heimsskoðum kristindómsins út, frá niðurstöðum efnisvísindanna, fram
hjá marki. „Kristindómurinn er ekki trú, sem hefur á takteinum augljósar
skýringar á öllu sem gerist. Hann neitar þvert á móti að gera aðra tilraun
til að gefa skynsamlega, samræma skýringu á heiminum, eða m.ö.o. að
reyna að fella guðstrúna inn í hugsanakerfi einhyggjunnar, þar sem ekki
væri um neina ráðgátur að ræða” (Aulén, 188).
Kristindómurinn fer meðalveg milli tvíhyggju og einhyggju. Hann
telur heiminn hvorki gjörsamlega fjandsamlegan Guði, né heldur gjörir
hann einn úr báðum. Heimurinn er Guðs verk, framkvæmd vilja hans og
verksvið vilja hans. En Guð er honum óendanlega miklu æðri. Ekkert í
heiminum er utan Guðs, en Guð er óendanlega meira en heimurinn. Hann
hefur skapað heiminn af engu (ex nihilo). Það táknar það, að ekkert er
það utan Guðs, sem sé orsök hans. Alnálægð hans er alræði kærleika
hans. „Þar sem kærleikur Guðs verkar, þar er Guð, — jafnvel þótt varir
4
49