Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 55
Sérkenni kristindómsins
sýnilegi heimur er ekki öll tilveran. Því fær hugtakið „heimur” tvær
merkingar, hina þrengri = efnisheimurinn, og hina víðari = hinn
óendanlegi heimur efnis og anda, öll hin skapaða tilvera. Það er eingöngu
í þessari rýmri merkingu, sem vér getum talað um heiminn sem
fullkomna birtingu hins guðlega vilja. Þetta er hinn verðandi heimur
Guðs, eilífur og óendanlegur, eins og tilgangur hans sjálfs. Hann er það
svið, þar sem kærleikur hans hlýtur að birtast, og sem hann heldur því
sífellt við. Þannig renna saman hugtökin guðsríkið og eilífa lífið. Bæði
eru nálæg í byrjun í þessu lífi, en fullkomnun þeirra er teleologisk, og
ekki bundin við hina takmörkuðu og endanlegu efnistilveru.
2) Kristileg heimsskoðun og heimsmynd vísindanna
Hér verður ekki gerð grein fyrir heimsskoðun Jesú í einstökum atriðum,
né þeim breytingum, sem orðið hafa á heimsskoðun kristninnar síðan.
Ekki verður heldur gerð nein tilraun til að lýsa hinni vísindalegu
heimsmynd né þróun hennar. Það eitt skal tekið fram, að Jesús virðist
hafa haldið óbreyttri heimsmynd fornaldarinnar, eins og hann kynntist
henni hjá þjóð sinni. Hann virðist ekki hafa fundið til neinna örðugleika í
því sambandi.
En fyrir nútímamanninum, sem hefur kynnst aðalniðurstöðum efnis-
vísindanna, horfir þetta allt-öðruvísi við. Upp af þeim hefur sprottið
efnishyggjan, sem telur sig geta ráðið allar gátur tilverunnar án þess að
þurfa á neinni guðstrú að halda. Er því ástæða til að athuga það, hvort
heimsmynd vísindanna, eins og hún er nú, þurfi að leiða til þeirrar
heimsskoðunar, er ekki geti samrýmst hinni kristilegu guðstrú og þeirri
heimsskoðun, sem af henni er dregin.
Sumum kann að vísu að virðast, að þetta sé óþarft, að því að trú og
vísindi séu gjörsamlega óskyldir hlutir, og geti því ekki haft áhrif hvort á
annað. Mót þeirri skoðun mælir reynslan, því að einmitt sú heimsskoðun,
sem sprottið hefur upp af heimsmynd vísindanna (efnishyggjan) hefur
reynst mörgum þröskuldur í vegi guðstrúarinnar. Er augljóst dæmi þess
monismi Háckels, sem áður er nefndur, og sú útbreiðsla, sem hann hefur
hlotið (R.G.G. IV, 175,). Hér hefur orðið árekstur milli trúar og vísinda,
sem ekki er hægt að komast í kring um. Hitt er aftur á móti rétt, að
sannindi trúarinnar verða hvorki sönnuð né afsönnuð af vísindunum, svo
að ekkert sé eftir, er heyri trúnni til. En þrátt fyrir það er hér fyrir
fjölda manna brenndandi spuming, er krefst svars.
Er þá rétt að byrja á því að benda á þá staðreynd, að náttúruvísindin
sjálf virðast nú vera að komast nær því, að benda til trúar á andlega
tilveru og vitandi, viljandi skapara. Sú skoðun, að allt sé bundið föstum
náttúrulögmálum, sem reikna megi út fyrirfram, er orðin úrelt. „Það
verður að segja það einu sinni skýrt og skorinort, að eðlisfræðin, eins og
53