Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 124
Bjöm Magnússon
hliðst, Mt. 17,20 og hliðst). Er það harla skiljanlegt, því að hvort bindur
annað, trú og bæn. Trúin sem hið innilega traust vekur bænina, og bænin
sem samlíf við Guð nærir traustið, og hvort tveggja verður til að gera
manninn opinn fyrir hinum ótæmandi máttarlindum hins guðlega kraftar.
Og Jesús lagði ríka áherslu á það, að bænin væri í anda og sannleika,
eins og það er orðað í Jóhannesarguðspjalli (4,24), þ.e.a.s, að hinn
biðjandi væri einlægur í bæn sinni, legði sig allan fram í hana, væri
treystandi, opinn, móttækur. Menn eiga ekki að vera eins og hræsnar-
arnir, sem er ljúft að láta aðra sjá bænrækni sína og flytja langar bænir að
yfirskini, heldur skulu menn ganga afsíðis og biðjast fyrir í leyndum (Mt.
6,5nn, Mk. 12,40). Sá, sem er fullur af sjálfsánægju og hroka, fær enga
blessun af bæn sinni, heldur sá, sem finnur til óverðleika síns og opnar sig
fyrir líknandi kærleika Guðs í algerri auðmýkt (Lk. 18,9nn). Það eru
hinir fátæku í anda, sem einir geta meðtekið auð himnaríkis, og hinir
hreinhjörtuðu, sem munu Guð sjá.
b) Hvað erbœn?
Hér verða engin tök á því að svara til fulls þessari spurningu, því hún ein
út af fyrir sig er nóg rannsóknarefni í ritgerð svipaða þessari og þó meiri
væri, heldur verður aðeins gerð tilraun til hinnar almennustu
skýrgreiningar hugtaksins. Hin einfaldasta skýring er: Bæn er samtal
sálarinnar við Guð (Colloquium Dei: Calvin, „að koma með hjarta sitt
fram fyrir Guð á himnum og tala við hann:” Lúther, cit. Heiler: Das
Gebet, bls. 394). Samtalsefnið getur verið margvíslegt, og má flokka
bænir eftir því, hvort það er beiðni, þakkargerð, lofgerð, fyrirbæn eða
annað. Allt þetta eru algeng bænarefni (sbr. Fil. 4,6, Ef. 5,19n, 6,18, Kól.
4,2, 3,16n). Þeir, sem tala saman, er annars vegar maðurinn, hins vegar
Guð. En hér er aðgætandi, að ekki er um venjuleg samskipti milli tveggja
persóna að ræða. Hér er það skepnan, sem ræðir við skapara sinn. Hér
stendur maðurinn, sem algjörlega móttakandi, gagnvart Guði, hinum
algjöra, sem er allt og ekkert er fyrir utan hann. Aðrir vildu máske snúa
þessu alveg við, og segja að það sé maðurinn einn, sem talar, Guð sem
hlýðir á, og kalla því bænina frekar eintal en samtal. En slíkt er ekki bæn
frá trúarlegu sjónarmiði. Afstaða mannsins til Guðs, frá trúarlegu
sjónarmiði, er algjörlega móttæk (passiv). Guð, skaparinn, er allt,
gagnvart honum finnur maðurinn aðeins til smæðar sinnar og þess, að
hann er honum háður (Kreaturgefiihl, Otto, Schlechthinnige Abhángig-
keit, Schleiermacher). Hitt er sanni nær, frá trúarlegu sjónarmiði, að
benda á það, að þar sem Guð er allt, og maðurinn gagnvart honum
eingöngu móttækur, þá sé hér ekki um að ræða samtal í venjulegri
merkingu. Hér eru ekki tveir aðilar, er standa jafnfætis. Það sem
maðurinn er, er hann fyrir kraft Guðs. Og meira en það: Það er Guð,
sem dregur hann til sín í bæninni. Þannig er beiðnin jafnvel verk Guðs.
Ekki innihald hennar, það er takmarkað eftir ófullkomnum óskum og
þrám skammsýnnar mannsálar. Heldur sjálfur verknaðurinn: Guð laðar
manninn til að nálgast sig með óskir sínar og þrár. Fyrir það að maðurinn
122