Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 56
Bjöm Magnússon
hún er nú, getur alls ekki lengur stutt trúna á fast orsakasamhengi hinnar
efnislegu náttúru,sem byggt sé á strang-nákvæmum lögmálum”, (H. Weyl:
Allgemeine Relativitatstheorie, 21, bls. 283, cit. Titius, 628). „Vísindin
hafa verið að snúast meir og meir frá hrein-stærðfræðilegri skýringu á
alheimnum. Þau virðast hafa leyst upp efnið með skýringum sínum, og nú
orkuna einnig. Jafnframt því sem þau sýna alheiminn stöðugt furðulegri
og furðulegri, stefna þau einnig að því að sýna fram á, hve ófullnægjandi
er eingöngu eðlisfræðileg skýring jafnvel á eðlislegum staðreyndum
lífsins. Það er mjög erfitt fyrir oss að skilja alheiminn eins og Einstein,
Jeans eða Eddington hugsa sér hann, en hann kemur oss sannarlega ekki
fyrir sjónir sem alheimur efnishyggjunnar” (Headlam, bls. 190). Þannig
er grundvöllurinn undir efnishyggjunni sem heimsskoðun fallin burt. En:
„Allt, sem vakti trúarkennd manna fyrr á tímum í náttúruskoðun þeirra,
hefur haldist: Hin ómælanlega stærð heimsins, samræm niðurskipun, sem
maðurinn er einn liður í, hin djúpa gleði yfir lífi náttúrunnar og gátum
hennar, undrunin yfir þeirri speki, sem birtist í öllu. Öll þessi áhrif hafa
ekki dofnað með djúptækari þekkingu, heldur þvert á móti styrkst enn
meir. Aukist hefur framar öllu öðru þekkingin á einingu allra krafta og
verkana, á einstakleik hvers hluta jafnt sem á samhengi heildarinnar; allt
hið einstaka verkar út fyrir sjálft sig á heildina og verður fyrir áhrifum
af henni, og hún er orðin að alheimi (þar sem fallið er burt djúpið milli
himins og jarðar), sem vex óendanlega og ófyrirsjáanlega í rúmi, tíma og
orkufyllingu” (Titius, 630).
En leiðir þetta ekki til nýs mónisma eða algyðistrúar? Titius svarar því
neitandi (636). Dean Inge segir um þá tilraun, að skýra tilorðningu
heimsins sem sjálfkrafa þróun: „Tilgátan um sjálfkrafa, blindan uppruna
alheimsins hefði engum dottið í hug fyrr en hann hefði alveg gert
guðdóminn útlægan. Hún er ekki rökfræðilega ómöguleg, en hún er svo
vitleysislega ólíkleg, að það er alveg óhætt að virða hana ekki viðlits.
Dettur nokkrum virkilega í hug að hægt sé að hræra í prentsvertu þangað
til Hamlet kemur fullmótaður fram?” (God, 227). „Einmitt þetta er hið
furðulega, að innan vélgengs orsakasamhengis þeirrar náttúru, sem
upprunalega var samsett af einföldum frumefnum í, að því er virðist,
reglulausu samblandi, skuli hafa myndast þvílík auðlegð skipulegra
lífsvera, sem starfa að ákveðnu marki. Það er gáta, sem ekki verður leyst
með því einu að setja fram þróunarlögmál” (Went, bls. 156). Hin aukna
náttúruþekking hefur leitt til viðurkenningar þess, að það geti verið til
enn, mörg svið tilverunnar, sem vísindin ekki þekkja og þar sem hún
hefur komist lengst, er hún nærri því að viðurkenna, að að baki allri
tilverunni hljóti að standa vitandi, viljandi kraftur, en það er nokkuð
sama og segja: persónulegur Guð. „Ef rétt er skilið, er þannig öll
náttúruþekking betri skilningur hins guðlega vilja, sem gagnsýrir alla
náttúruna”: (Titius, 825) „Nýjustu vísindin knýja oss til þess að hugsa oss
skaparann starfandi fyrir utan tíma og rúm, alveg eins og listamanninn
fráskilinn málverki sínu” (Sir James Jeans, cit. Kirkjublað II.-118).
54