Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 107

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 107
Sérkenni kristindómsins þrenningarkenningin. Hér verður gerð nokkur grein fyrir þessum þrem viðhorfum. a) Andi Guðs Samstofna guðspjöllin flytja oss nokkur ummæli Jesú, þar sem hann talar um heilagan anda eða anda Guðs, og í öllum tilfellum virðist það tákna hið sama í munni hans. En hinn heilagi andi Guðs starfar í honum sjálfum, og einnig í öðrum mönnum. Þannig munu vera skiljanlegust orðin um lastmæli gegn heilögum anda (Mk. 3,29 og hliðst), að þar sé átt við sannleiksopinberun guðsandans í manninum, og fyrst og fremst í Jesú sjálfum (sbr. S.P.S. 162). Skýrar kemur þetta starf anda Guðs fyrir milligöngu Jesú fram þar sem hann talar um að hann reki út illu andana með fulltingi Guðs anda (Mt. 12,28) og að andi drottins sé yfir sér (Lk. 4,18). En hann segir einnig að guðsandinn muni verka í lærisveinunum, og segja þeim, hvað þeir skuli tala (Mk. 13,11, Mt. 10,20, Lk. 12,12). Hann segir, að faðirinn af himni muni gefa þeim heilagan anda, sem biðja hann (Lk. 11,13). Davíð talaði einnig af heilögum anda (Mk. 12,36). Auk þess talar Jesús ekki um andann, nema þar sem Matteus 28,19 lætur hann tala um að skíra í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda. Samstofna guðspjöllin tala víðar um heilagan anda sem anda Guðs. Er það sérstaklega í æskufrásögunum og í frásögunum um skírn Jesú og freistingu (Mk. 1,10 Mt. 3,16, Lk. 3,22, 4,1. 14. Lk. 1,15.41.67; 2,25nn. Sérkennileg eru ummælin um það, að Jesús væri getinn af heilögum anda (Mt. 1,1 8.20, Lk. 1,35). Hefur verið getið um þá skoðun fyrr. Þá eru og merkileg orð Jóhannesar um það, að skíra með heilögum anda (Mk. 1,8, Mt. 3,11, Lk. 3,16). Öll þessi ummæli eru greinilega mótuð af hug- myndum Gyðingdómsins um anda Guðs, og beint áframhald af orðum Gamla testamentisins um hann. í Postulasögunni er víða talað um heilagan anda ekki aðeins í frá- sögnum um hvítasunnuundrið, heldur stöðugt síðan. Er gjöf heilags anda talin merki um að maðurinn eigi heima í söfnuðinum, jafnvel fremur en skírnin (Post. 10,47, 8,14, 2,38). Annars kemur það skýrt í ljós, hvort þar er um að ræða anda Guðs eða anda Krists. Páll talar á einum stað um að leiðast af anda Guðs (Ró. 8,14). Hann segir, að andi Guðs búi í mönnunum (Ró. 8,9, I. Kor. 3,16, 7,40 sbr. II. Kor. 3,3, Ef. 4,30, II. Tím. 1,7). En „náttúrlegur maður veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er” (I. Kor. 2,11.14, sbr. 12,3). Merkileg ummæli um andann eru í Jóhannesarguðspjalli sérstaklega í köflunum um „huggarann“ (k. 14.-16). Þar talar Jesús um, að hann muni biðja föðurinn að senda þeim annan huggara, hinn heilaga anda sann- leikans (14,16n 26, 15,26, sbr. I. Jóh. 3,24). Reyndar virðist það koma í ljós af sambandinu, að með andanum sé átt við Krist sjálfan í dýrðinni (sjá Jóh. 14,18). Um það betur í næstu grein. En þrátt fyrir það segir Jóhannes berum orðum: „Guð er andi” (4,24). Þessi ummæli Nýja testamentisins, sem hér eru talin upp sam- hengislaust, munu verða athuguð nánar, eftir að gerð hefur verið á 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.