Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 20

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 20
Bjöm Magnússon 1) Hafði Jesús hugmynd um einstæða köllun sína? Á því leikur varla nokkur vafi, að Jesús fann til einstæðrar köllunar sinnar. „Hann hefur hvorki skort meðvitund um það, að hann flutti þjóð sinni eitthvað alveg nýtt, né um hitt, að örlög þjóðar hans væru bundin við hann” (Weinel: Theologie, bls. 18). Þegar hann ræðir um hin fornu lögmálsboð, þá segir hann: „Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna ... En ég segi yður” (Mt. 5). Hann talaði um, að mannssonurinn hefði vald til að fyrirgefa syndir (Mk.2,10). Ljóst er þetta og í orðunum: „Allt er mér falið af föður mínum” (Mt. 11,27), þótt ekki sé minnt á þá mörgu staði í Jóhannesarguðspjalli, sem ganga í sömu átt. Þrátt fyrir þetta hefur Harnack komist að þeirri niðurstöðu, að „sonur- inn á ekki heima í fagnaðarerindinu, eins og Jesús hefur boðað það, heldur faðirinn einn” (Krd. bls. 109). Sumir fræðimenn hafa deilt mjög á þessa skoðun. Skal hér aðeins bent á þessi ummæli: „Þannig er ekki of ríkt að orði kveðið, að hann sjálfur, sem konungur, hafi smám saman komið í stað ríkisins í kenningu sinni.” (Mack. J.Chr. bls. 31). Hér verður ekki gert til fulls upp á milli þessara tveggja kenninga, enda mun nokkur sannleikur í báðum, því að enda þótt finna megi orðum Harnacks stað, þegar litið er til þeirrar kenningar Jesú, sem geymst hefur í orðum hans, þá hefur þó persóna hans, hann sjálfur, orðið ríkastur í hugum lærisveina hans, eins og glögglega kemur í ljós, þegar litið er til skoðana frum- kristninnar á Kristi. „Hvað snertir vitnisbuð Jesú um sjálfan hann, þá er hann undir öllum kringumstæðum nægur til að sýna fram á fánýti þess, að segja eins og Bousset, að hann skipi sér eingöngu við hlið hins stríðanda mannkyns, eða eins og Wellhausen, að hann skipi sér þar hvergi miðreitis. Því fer svo fjarri, að nær er að segja, að hann hafi skipað sér og fagnaðarerindinu í sama sess.” (Mack. J.Chr. bls. 34). Þessi orð eru ofmælt, ef dæmt er út frá orðum Jesú í samstofna guðspjöllunum, en með lífi sínu hefur hann skipað sér í þennan sess í vitund lærisveina sinna. 2) Hverjar voru hugmyndir Jesú um köllun hans? Til þess að átta sig á því, hverjar hugmyndir Jesús hafði um köllun sína, er auðveldast að athuga, hvernig hann talaði um sjálfan sig. Það kemur fljótt í ljós við lestur guðspjallanna, að Jesús notaði um sig ýmis heiti, í stað þess að tala beint í fyrstu persónu. Öll voru þessi heiti þekkt áður meðal þjóðar hans, og má því nokkuð af þeim ráða, hvað Jesús vildi láta í ljós með þeim um persónu sína. a) Mannssonurinn Það heiti, sem Jesús notar langoftast um sig í guðspjöllunum, er „manns- sonurinn”. Þetta heiti kemur víða fyrir í öllum guðspjöllunum, og ein- göngu í munni Jesú og um hann sjálfan (Sjá þó Mk. 2, 10 og 28. Af sumun er dregið í efa að þar sé átt við Jesú sjálfan). Utan guðspjallanna kemur það ekki víða fyrir (Post. 7,56, I. Kor. 15,28, Hebr. 2,6, Op. 1,13, 14,14, alls staðar nema á fyrsta staðnum tilvitnanir í G.t.). Fræðimenn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.