Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 174
Bjöm Magnússon
vekja skilning þess á sambandi guðssamfélagsins og kærleikans til
annarra, æfa það í þjónustusemi og bræðralagsanda, efla það í hreinskilni,
sannleiksást og óeigingjörnum kærleika. Til alls þessa gefast margvísleg
tilefni af frásögum Nýja testamentisins og kenningu Jesú. Bæði reynsla og
heilbrigð skynsemi sanna, að þessi aðferð, sem leggur jafna áherslu á alla
þrjá höfðuþætti kristindómsins, er ávaxtaríkari um alhliða kristilegan
þroska en sú, sem lagði mesta áherslu á fræðilegt nám trúfræðilegra
kenninga, sem auk þess var jafnaðarlegast fólgið í utanbókarlærdómi,
með misjafnlega mikilli tryggingu fyrir því, að börnin skildu það, sem
þau lærðu. Með framförum barnasálarfræðinnar hefur mönnum opnast
betri skilningur á því, hvaða námsefni er við barna hæfi. Leiðir hún í
ljós, að sé rétt með farið, er megininnihald kristindómsins efni, sem
börnunum er auðvelt að tileinka sér, smátt og smátt í meiri dýpt og
fyllingu, enda sagði meistarinn, að slíkra væri guðsríkið (Sbr.
Pfennigsdorf: Praktische Theologie, bls. 282nn). Hér varðar mestu, að
tekið sé fullt tillit til hinna sérstöku þarfa barnsins og vaxandi þroska
þess, og að kristindómurinn sé boðaður í öllum einfaldleik sínum, laus
við allar trúfræðilegar og heimspekilegar umbúðir.
Það sem hefur verið sagt hér að framan um afskipti kirkjunnar af
kristindómsboðun meðal barna hefur helst verið miðað við fermingar-
undirbúninginn, sem að vísu er svo ranglega nefndur, þar sem það, er
mestu varðar, er ekki fermingarathöfnin, þótt hún með réttum undir-
búningi og smekklega framkvæmd geti haft mikið og varanlegt gildi,
heldur það veganesti fyrir lífið, sem barninu er fengið í kristindómnum.
Starf prestsins á þar að fullkomna það góða verk sem áður hefur unnið
verið af heimilum og skólum. Það tekur við, þegar barnið hefur þroskað
hæfileika sína til skilnings og sjálfstæðrar íhugunar, og á að hjálpa því til
að mynda sér samræma lífsskoðun, byggða á faðerni Guðs og bróðerni
manna. En auk þessa starfs, sem er skylduverk í öllum mótmælenda-
löndum, reynir svo kirkjan að hafa áhrif á börnin fyrr á æfi þeirra, svo
sem með barnaguðsþjónustum, sunnudagaskólum, húsvitjunum o.fl. Er
slíkt starf oft nauðsynlegt, til þess að hjálpa til með starf heimila og skóla,
og bæta úr því, ef því er ábótavant, eins og of mörg dæmi eru til. Er
athugavert, hvort slík starfsemi geti ekki komið alveg í stað starfs
skólanna, vitanlega með samvinnu við foreldra barnanna — þar sem þeir
reynast óhæfir til kristindómskennslunnar, og hægt er að koma því við
vegna strjábýlis. „Þar sem sunnudagaskólinn er það sem hann ætti að
vera, gæti virst að engin önnur starfsemi í þessum tilgangi væri
nauðsynleg fyrir kirkjuna” (Gladden, bls. 332). En gæta verður þess, að
allt sé það starf vel við hæfi barnanna, og veldur hér sem endranær
mestu, hver á heldur.
Og svo er um alla kristindómsboðun til barna og unglinga, ekki síður
en með prédikunarstarfsemina, að þar ríður á því, að allt sé í kærleika
gjört. Börnin verða að læra að elska þann, sem þau eiga að læra af. Þau
verða að finna hjá honum heilindi og sannleiksást, og aldrei má bera neitt
framfyrir börnin, sem fræðarinn getur ekki lagt sig fram í, af lífi og sál.
172