Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 26
Páll Skúlason
tilgátur og aðferðir til að brjóta boðskap hans til mergjar í þeirri von að öðlast
skilning og rök sem færa okkur nær hinu sanna og rétta. Á þann hátt hefur orðið
til - og verður til - kristin guðfræði sem rís undir nafni sem eiginleg fræðigrein.
En hver eru rök fyrir því að telja hana réttmæt fræði, ef það er rétt að hún hvíli á
trúarlegri forsendu - þeim möguleika að Kristur sé einstakur sonur guðs? Hvern-
ig er hægt að réttlæta slíka forsendu?
Einhver kynni einfaldlega að segja: „Þessi forsenda er ekki marktæk, vegna
þess að guðfræðingar hafa ekki getað og munu ekki geta sannað forsendu sína.
Hún er trúarleg, en ekki fræðileg.“ Eg felst á að forsendan sé trúarleg, en hafna
því að þar með sé hún ekki marktæk. Við getum ekki sannað fræðilegt gildi hinn-
ar trúarlegu forsendu, en það leiðir ekki af sér að hún sé marklaus og eigi engan
rétt á sér í heimi fræðanna. Kenning mín eru í fæstum orðum sú að trúarvitund
liggi öllum eiginlegum fræðum til grundvallar og það sé rangt að vísa henni frá
heimi vísindanna.
Verkefni mitt í því sem hér fer á eftir felst í að útlista þessa kenningu og rök-
styðja. Kjarni vandans snýst um trúarvitundina sjálfa og tengsl hennar við vís-
indalega hugsun. Áður en ég sný mér að henni skulum við staldra við nokkur
hugtök sem eru hjálpleg til að skoða eina hlið málsins. Eg styðst hér við einfalda
greiningu úr fórum Immanúel Kants. Hann greinir á milli sannfæringar, skoðun-
ar og þekkingar. Sannfœring er huglæg vissa; ég er viss um að eitthvað sé satt, en
ég veit það ekki og mig brestur rök til að sannfæra aðra, þótt sjálfur þykist ég
alveg viss. Skoðun er hlutlægt álit eða viðhorf, sem ég tel mig hafa einhver rök
fyrir, en er ekki endilega sannfærður um að sé rétt og vil gjarnan rökræða við
aðra. Þekking er svo vitneskja sem ég er bæði huglægt sannfærður um og tel mig
jafnframt hafa fullgild rök fyrir að sé sönn og óumdeilanleg.
Ein leið til að greina á milli vísinda og trúar felst í því að flokka trúna með
sannfæringunni, en vísindin með þekkingunni. Fjöldi skoðana okkar lendir svo
þar á milli; sumar eru þess eðlis að við fáum aldrei rökstutt þær á fullnægjandi
hátt og þær tilheyra þá fremur sviði trúarinnar; aðrar eru þess eðlis að unnt er
rannsaka þær og finna gild rök fyrir þeim og þær flytjast þá yfir á svið vísind-
anna.
Þessi einfalda greining gefur, að mínu viti, skýra mynd af því hvernig svið
trúar og vísinda blasa við okkur. Á hinn bóginn veitir hún ekki skilning á því
hvemig sannfæring, skoðun og þekking tvinnast saman í vitund okkar og nærast
hver á annarri, ef svo má taka til orða. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að drifkraft-
ur allrar þekkingar- og sannleiksleitar sé huglæg vissa um að hið sanna sé til og
muni að endingu koma í ljós, þótt öll rök bresti til að geta sýnt fram á það.
I þessum skilningi lifum við í trú, en ekki í vísindum. Eg vil jafnvel ganga svo
langt að segja að vísindin séu ekki annað en tiltekin leið til að lifa í trú - þeirri
24
1