Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 203
Islensk biblíumálshefð
frásagnarinnar. í 25. kafla Sturlaugs sögu starfsama (fn 11,351) er að finna lýsingu
á líkþrá sem svipar svo mjög til lýsinga á kaunum Jobs (Job2,7) að þar hljóta að
vera tengsl á milli. - Þessi tvö dœmi og mörg önnur af sama toga sýna að áhrif
Biblíunnar eru ekki aðeins málfarsleg heldur einnig efnislega, þangað eru sótt
minni og dœmisögur sem notuð eru í veraldlegum bókmenntum. Slík áhrif falla
utan efnis þessarar greinar en þau hljóta þó einnig að koma til álita er áhrif Biblí-
unnar á íslenska tungu og bókmenntir eru metin.
Eins og áður gat er við því að búast að áhrifa Biblíunnar gœti einkum í trúarbók-
menntum og það kann að þykja skjóta skökku við að áhrif Biblíunnar á lagamál eru
umtalsverð. Við nánari umhugsun þarf þetta þó ekki að koma á óvart þar sem eink-
um Gamla testamentið var víða og um langan aldur notað sem lögbók. Hér skulu
nefnd þrjú dœmi um biblíuleg áhrif á Jónsbók, tvö orðatiltœki og einn málsháttur.
Fyrra orðatiltœkið er ganga á hlut e-s en um það er kunnugt dœmi úr Víga-
Glúms sögu (ísi i9i4) og á það sér beina samsvörun í Jónsbók usb27i) þar sem talað
er um að fœra marksteina á hlut nágranna. Hlutur merkir því hér ‘landareign’ og
vísar líkingin til þess er einhver eykur land sitt (sinn hlut) á kostnað annars. Þetta
ákvœði á sér beina samsx örun í (5. mós 19,14) og að því er vikið á fjórum öðrum
stöðum í Gamla testamentinu (Rt 67) og virðist mér uppruninn augljós. Af sama
meiði eru trúlega orðatiltœkin sitja yfir hlut e-s; gera á hlut e-s og rétta hlut e-s
sem öll eru kunn úr fornu máli. Síðara dœmið er orðatiltœkið halla réttu máli þar
sem mál vísar til réttar, þ.e. dómsmáls (dómur, mál). í Gamla testamentinu er
lögð mikil áhersla á að menn halli ekki rétti náungans, einkum þess sem minna
má sín (Rt 40) og í Jónsbók er að finna samsvarandi ákvœði: Réttvísi á að varast,
að eigi verði með rangindum hallað réttum dómi (Jsb 56). Hér virðist því einnig
vera um tengsl að rœða. Síðasta dœmið um áhrif Biblíunnar á lagamál sem hér
skal nefnt er málshátturinn Einn sem enginn, tveir sem tíu. Ég heyrði þennan
málshátt oft í œsku en lengi vel skildi ég hann ekki. Merkingin er þó augljós af
Jónsbók: Svo er ef einn ber vitni með manni sem engi beri en tveir sem tíu (Jsb9),
sbr. einnig Páls sögu biskups (Bísk 1,138). Nákvœmlega sama boðskap er að finna á
nokkrum stöðum í Gamla og Nýja testamentinu (Matt is, 6; jóh 8,17; 2. Kor 13, i; 1.Tím 5,19;
5. mós 19,15) og þykir mér eigi þurfa frekar vitnanna við um upprunann.
Heimildir um íslenska tungu eru býsna einlitar á fyrstu öldum prentaldar. Þœr
eru að langmestu leyti guðsorðarit, t.d. postillur, hugvekjur og sálmar, þó að
ógleymdum annálum, bréfum og öðru efni af veraldlegum toga. Vegna þess hve
heimildir 16. og 17. aldar eru einlitar má œtla að þœr gefi ekki raunsanna mynd
af íslensku síns tíma. Til að bœta úr því sem á beinar heimildir kann að vanta má
leita ýmissa leiða. Oft má sýna fram á það að orðafar sem aðeins er kunnugt úr
nútímamáli hlýtur að vera talsvert eldra. Þannig er orðatiltœkið hafa ekki eirð í
sínum beinum kunnugt frá lokum 19. aldar og afbrigðið hafa ekki ró í sínum