Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 203

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 203
Islensk biblíumálshefð frásagnarinnar. í 25. kafla Sturlaugs sögu starfsama (fn 11,351) er að finna lýsingu á líkþrá sem svipar svo mjög til lýsinga á kaunum Jobs (Job2,7) að þar hljóta að vera tengsl á milli. - Þessi tvö dœmi og mörg önnur af sama toga sýna að áhrif Biblíunnar eru ekki aðeins málfarsleg heldur einnig efnislega, þangað eru sótt minni og dœmisögur sem notuð eru í veraldlegum bókmenntum. Slík áhrif falla utan efnis þessarar greinar en þau hljóta þó einnig að koma til álita er áhrif Biblí- unnar á íslenska tungu og bókmenntir eru metin. Eins og áður gat er við því að búast að áhrifa Biblíunnar gœti einkum í trúarbók- menntum og það kann að þykja skjóta skökku við að áhrif Biblíunnar á lagamál eru umtalsverð. Við nánari umhugsun þarf þetta þó ekki að koma á óvart þar sem eink- um Gamla testamentið var víða og um langan aldur notað sem lögbók. Hér skulu nefnd þrjú dœmi um biblíuleg áhrif á Jónsbók, tvö orðatiltœki og einn málsháttur. Fyrra orðatiltœkið er ganga á hlut e-s en um það er kunnugt dœmi úr Víga- Glúms sögu (ísi i9i4) og á það sér beina samsvörun í Jónsbók usb27i) þar sem talað er um að fœra marksteina á hlut nágranna. Hlutur merkir því hér ‘landareign’ og vísar líkingin til þess er einhver eykur land sitt (sinn hlut) á kostnað annars. Þetta ákvœði á sér beina samsx örun í (5. mós 19,14) og að því er vikið á fjórum öðrum stöðum í Gamla testamentinu (Rt 67) og virðist mér uppruninn augljós. Af sama meiði eru trúlega orðatiltœkin sitja yfir hlut e-s; gera á hlut e-s og rétta hlut e-s sem öll eru kunn úr fornu máli. Síðara dœmið er orðatiltœkið halla réttu máli þar sem mál vísar til réttar, þ.e. dómsmáls (dómur, mál). í Gamla testamentinu er lögð mikil áhersla á að menn halli ekki rétti náungans, einkum þess sem minna má sín (Rt 40) og í Jónsbók er að finna samsvarandi ákvœði: Réttvísi á að varast, að eigi verði með rangindum hallað réttum dómi (Jsb 56). Hér virðist því einnig vera um tengsl að rœða. Síðasta dœmið um áhrif Biblíunnar á lagamál sem hér skal nefnt er málshátturinn Einn sem enginn, tveir sem tíu. Ég heyrði þennan málshátt oft í œsku en lengi vel skildi ég hann ekki. Merkingin er þó augljós af Jónsbók: Svo er ef einn ber vitni með manni sem engi beri en tveir sem tíu (Jsb9), sbr. einnig Páls sögu biskups (Bísk 1,138). Nákvœmlega sama boðskap er að finna á nokkrum stöðum í Gamla og Nýja testamentinu (Matt is, 6; jóh 8,17; 2. Kor 13, i; 1.Tím 5,19; 5. mós 19,15) og þykir mér eigi þurfa frekar vitnanna við um upprunann. Heimildir um íslenska tungu eru býsna einlitar á fyrstu öldum prentaldar. Þœr eru að langmestu leyti guðsorðarit, t.d. postillur, hugvekjur og sálmar, þó að ógleymdum annálum, bréfum og öðru efni af veraldlegum toga. Vegna þess hve heimildir 16. og 17. aldar eru einlitar má œtla að þœr gefi ekki raunsanna mynd af íslensku síns tíma. Til að bœta úr því sem á beinar heimildir kann að vanta má leita ýmissa leiða. Oft má sýna fram á það að orðafar sem aðeins er kunnugt úr nútímamáli hlýtur að vera talsvert eldra. Þannig er orðatiltœkið hafa ekki eirð í sínum beinum kunnugt frá lokum 19. aldar og afbrigðið hafa ekki ró í sínum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.